Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 9
Lágmarkshvíld (gr. 2.4.).
ítarlegri reglur eru um lágmarkshvíld en
áður giltu. Starfsmanni ber a. m. k. 8 klst.
hvíld, frá því yfirvinnu lýkur, þar til hann
mætir til fastrar vinnu á ný. Nú vinnur starfs-
maður t. d. til kl. 03.00 að nóttu og á hann
þá rétt á 8 klst hvíld, eða til kl. 11.00 daginn
eftir. Reglubundin laun hans skerðast ekki, þó
fastur vinnutími hefði átt að byrja kl. 09.00.
Hann fær tveggja tíma hvíld á „fullu kaupi“.
Ef hins vegar ekki er hægt að veita starfs-
manni 8 klst. lágmarkshvíld og hann mætir til
vinnu áður en 8 klst. eru liðnar, á hann rétt á
yfirvinnukaupi, þar til vinnunni lýkur. Þetta
skerðir þó ekki rétt hans til annarra launa, sem
svo sem fastra mánaðarlauna. Yfirvinnukaupið
greiðist sem viðbót á annað kaup.
Vaktavinna — afbrigðilegur vinnutími
(gr. 2.6.).
Mun ítarlegri ákvæði eru nú um ákvæði
vaktavinnu en áður í kjarasamningum SÍB.
Sé varðskrá breytt vegna sérstakra ástæðna
með minna en eins sólarhrings fyrirvara, skal
það bætt sérstaklega með tveggja klst. yfir-
vinnukaupi.
Þá er skýrt tekið fram, að óheimilt sé að
skipuleggja vaktir á laugardögum og sunnu-
dögum, en frá þessu má þó víkja með sér-
stöku samkomulagi. Ný ákvæði eru um lengdir
á vöktum, sérstakar greiðslur vegna skertra
matar- og kaffitíma, þegar vaktavinnumaður
vinnur á aukavakt og ákvæði eru um sérstakar
greiðslur fyrir samverutíma við hver vakta-
skipti, þegar unnið er á þrískiptum vöktum.
Matartími (gr. 3.1.1.).
Almenna reglan er óbreytt frá því sem áður
var, að matartími, 30 mínútur, skal vera á
tímabilinu kl. 11.30—13.30. Þá segir, að sé
mötuneyti ekki fyrir hendi, skuli matartími
vera 1 klst. á sama tímabili án lengingar dag-
vinnutímabils. Þeir, sem ekki hafa mötuneyti,
fá því ekki sérstaka greiðslu sem uppbót, eins
og gert var ráð fyrir í kröfugerð SÍB, heldur
eiga þeir rétt á klukkutíma matarhléi, án leng-
ingar dagvinnutímabils.
Orlofsfé (gr. 4.2.1.).
Á yfirvinnu og hverskonar álagsgreiðslur
skal greiða sérstakt orlofsfé 8,33%. Þegar
starfsmaður hefur náð 10 ára starfsaldri eða
35 ára aldri, skal hann fá 9,7% í orlofsfé, en
við 15 ára starfsaldur eða 50 ára aldur verður
orlofsféð 11,11%. Starfsmaður í 9. launa-
flokki fær þó 9,7% og starfsmaður í 10.—12.
launaflokki fær 11.11% án tillits til aldurs
eða starfsaldurs.
Hér er um að ræða nýjar reglur, en áður
var orlofsfé 8,33% fyrir alla starfsmenn.
Orlofsframlag (gr 4.2.2.).
Hver starfsmaður skal fá greitt orlofsfram-
lag, sem er 3% af föstum árslaunum næst-
liðins árs á undan miðað við launaflokk 8.2.
Orlofsframlagið greiðist 1. júní ár hvert.
Starfsmaður í fullu starfi fær þannig greiddar
kr. 52.076 hinn 1. júní 1978 í orlofsframlag
að viðbættu orlofsfé skv. gr. 4.2.1.
Starfsmaður, sem unnið hefur hluta úr
starfi, fær greitt hlutfallslega. Starfsmaður í
hálfu starfi fær þannig greitt helming orlofs-
framlagsins. Ef starfsmaður hefur ekki unnið
allt orlofsárið á undan (1. maí—30. apríl), fær
hann orlofsframlag í hlutfalli við þann tíma,
sem hann hefur unnið. Starfsmaður, sem t. d.
hóf störf 1. nóv. 1977, en þá er orlofsárið
hálfnað, fær þannig greitt hálft orlofsframlag.
Ferðir og gisting (gr. 5.).
Nýr kafli er um ferðir og gistingu, þ. e.
greiðslu ferðakostnaðar, dagpeninga, akstur til
og frá vinnu, heimflutning fjarri vinnustað o. fl.
Ekki verður nánar farið út í þessar reglur
hér, en sérstakri nefnd er ætlað að endurskoða
greiðslur skv. kafla þessum, þegar þörf er á
og annar hvor samningsaðili óskar þess. Endur-
skoðunarnefndin er skipuð 2 fulltrúum frá SÍB
og 2 fulltrúum frá bönkunum. Náist ekki sam-
komulag skal oddamaður tilnefndur af Hag-
stofu íslands.
BANKABLAÐIÐ 9