Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 28
Ég tefldi gegn góðlátlegum náunga, sönnum
„sjentilmanni“. Hann tefldi þó af slíkri grimmd
og ofstopa, að eftir eina 14 leiki var staða mín
komin í algjöra rúst. Ég sá fram á, að allar
horfur yrðu á því, að ég yrði sá fyrsti, sem
tapaði skák í þessu 770 manna skákmóti. Til
að komast hjá máti, varð ég að gefa drottning-
una fyrir biskup og riddara. „Sorry“, sagði sá
enski, um leið og hann fjarlægði drottninguna
af borðinu og bjóst sýnilega við að ég sýndi þá
sjálfsögðu kurteisi, að gefast upp. En tvennt
varnaði því. í fyrsta lagi þurfti ég hvort sem
er að bíða eftir hinum, og svo voru það orð
gamla Tartakowers: „Enginn vinnur skák, með
því að gefa hana“. Ég þrjóskaðist því við og
um síðir lentum við út í sameiginlegu tíma-
hraki. Þar missti andstæðingur minn svo gjör-
samlega tökin á stöðunni, að bæði drottning
hans og riddari lokuðust inni og féllu nær ó-
bætt. Þar með hafði ég allavegana fengið 1
vinning á mótinu, þó ekki væri handbragðið
fagurt. Leifur tefldi við Freeman nokkurn frá
Skotlandi. Sá hafði áður mætt íslendingum við
skákborðið, er hann tefldi í Olympíusveit Skota
í Siegen 1970. Þar tapaði hann fyrir Magnúsi
Sólmundarsyni og var nú áfjáður í að jafna
metin. Það tókst honum um síðir, eftir að
Leifi höfðu orðið á afgerandi mistök í erfiðri
stöðu.
Of langt mál yrði að rekja gang mála á
mótinu, en lokaúrslit urðu þessi: Efstir og
jafnir urðu stórmeistarinn Hort, og enskur
skákmaður, Large að nafni, með 514 vinning
af 6 mögulegum. Árangur okkar íslendinganna
varð þessi:
Jóhann 6.—16. sæti með 414 vinning, Vil-
hjálmur 3 v., Hilmar 214 v. og Leifur 14 v.
Leifur hætti keppni eftir 3 umferðir sökum
veikinda.
Daginn eftir að Aaronson-mótinu lauk, tefld-
um við gegn skáksveit National Westminster
Bank. Þeir höfðu á að skipa öflugasta banka-
liði London, og eru núverandi meistarar, bæði
í 4ra og 10 manna keppnum. Sem betur fer
vissum við ekki fyrirfram, hverskonar jöfrar
þetta voru, og unnum þá stórt, 314:14.
Úrslit á einstökum borðum urðu þessi:
1. borð Jóhann : G. Speed 1:0
2. „ Hilmar : I. Hepple 1:0
3. „ Vilhjálmur S. : Cramer 14:14
4. „ Leifur : R. Budd 1:0.
Eftir þessa útreið sáu Englendingarnir þann
kost vænstan að halda á næsta bar, og þar
drekktu sumir sorgum sínum, á meðan aðrir
skáluðu fyrir unnum sigri. Nokkuð var rætt um
áframhaldandi samskipti bankanna á skáksvið-
inu, hvað sem úr verður.
Og þá er ekkert eftir nema þakka fyrir sig.
Bankastjórn Landsbankans styrkti okkur til far-
arinnar og gerði það af mikilli rausn. Þá skal
og sérstaklega getið milligöngu félagsmálafull-
trúa Landsbankans, Bjarna G. Magnússonar.
Án hans fyrirgreiðslu hefði þessi ferð aldrei
verið farin.
Tvær vinningsskákanna gegn National West-
minster Bank.
1. borð.
Hvítur: G. Speed
Svartur: Jóhann Örn Sigurjónsson
1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. Rf3 Rc6 5. Bd3
cxd4 6. O—O Bd7 7. a3 Dc7 8. Hel Rg-e7 9.
b4 Rg6 10. De2 a6 11. h4 Hc8 12. h5 Rg-e7
13. Bb2 gó 14. Rb-d2 Bg7 15. Rb3 gxh5 16.
Rb-d4 Rg6 17. Rxc6 Bxc6 18. De3 h4 19. a4
Dd7 20. a5 Bb5 21. Rd4 Bxd3 22. cxd3 O—O
23. Rb3 Db5 24. Dd4 f6 25. Rc5 fxe5 26.
Dg4 Hxc5 27. Dxe6t Kh8 28. bxc5 Dxb2 29.
Dxd5 Dxf2t 30. Khl h3
Hvítur gafst upp.
2. borð.
Hvítur: Hilmar Viggósson
Svartur: W. Hoppel
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 Bb7
5. O—O c5 6. c4 cxd4 7. exd4 Be7 8. Rc3 d5
9. cxd5 Rxd5 10. Bb5t Rc6 11. Re5 Rxc3 12.
bxc3 Hc8 13. Df3 Gefið.
28 BANKABLAÐIÐ