Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 39

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 39
Einnig var fjallað um endurskoðun og athugun á verðmæti og lánum út á afurðir o. fl. í því sambandi. lána. Afurðalán. Framieiðslulán iðnaðar, rekstrarlán og önnur endurseld lán. Skýrslugerð. Fyrirlesari og leiðbeinandi: Hermann Stefánsson, deild- arstjóri afurðaeftirlits Lands- banka Islands. Hermann hóf störf í Lands- banka íslands árið 1951. Hann hefur starfað í víxla- deild, útibúi bankans í Kefla- vík, í afurðalánadeild og er nú deildarstjóri afurðaeftir- lits. Hermann hefur verið for- maður Starfsmannaf. Lands- banka íslands frá árinu 1975. Hermann var við framhaldsnám í Hambros Bank í London árið 1965 og starfaði þar í helstu deildum bankans. Námsgrein: NÚTÍMA STJÓRNUN. Markmiðið með námskeiðinu er að auka skilning þátttakenda á þeim atriðum, sem stuðla að góðri stjórnun á vinnustað. Rætt er um atferli eða hegðun einstaklinga og hópa við vinnu. Fjallað er um starfs- hvatningu og stjórnendastíl og áhersla lögð á einkenni lýðræðislegrar stjórnunar. Kennt var í fyrirlestrum og umræðuæfingum. Stuðst var við bókina: „Nútíma stjórnun“, eftir Peter Gorpe, útgefandi Almenna bókafélagið. Hámarksfjöldi þátt- takenda var 20. Fyrirlesari og leiðbeinandi: Pórir Einarsson, prófessor. Pórir Einarsson lauk kandi- datsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1957. Á námsárum sínum í mennta- skóla og háskóla, vann hann í Útvegsbanka íslands. Árin 1958—1960 stundaði hann framhaldsnám í Þýskalandi. Réðist síðan sem sérfræðing- ur til Iðnþróunarstofunar Is- lands. Árið 1971 hóf hann störf við Háskóla íslands sem lektor, síðar dósent og pró- fessor frá árinu 1974. Aðal kennslusvið hans eru stjórnun og opinber stjórnsýsla. Námsgrein: ENDURKAUP SEDLABANKA ÍSLÁNDS. Stutt sögulegt yfirlit. Almennar reglur um endur- kaup. Sérreglur um sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir og framleiðslulán iðnaðar. Verðútreikningar. Flokkar Fyrirlesari og leiðbeinandi: Stefán Stefánsson, deildar- stjóri endurkaupa- og verð- bréfadeildar Seðlabanka Isl. Stefán hóf störf í Lands- banka íslands árið 1947, og hefur starfað í veðdeild, af- urðalánadeild, útibúi bank- ans á Akureyri, og síðar í afurðalánadeild og við af- urðaeftirlit Landsbankans. Árið 1957 var hann skipaður Stefán Stefánsson. deildarstj. endurkaupadeildar Seðlabanka íslands og jafn- framt deildarstjóri verðbréfadeildar Seðlabankans 1970. Stefán fór í námsför til Bandaríkjanna árið 1963 og starfaði í deild erlendra bankaviðskipta (Foreign De- partment) í Bank of America í San Fransisco í Kali- forníu, stærsta banka heims. Stefán var skipaður aðal- féhirðir Seðlabanka Islands frá og með 1. janúar 1977. Rit: Endurkaup Seðlabanka íslands. Námsgrein: VEXTIR OG VERÐTRYGGING Á LÁNSFJÁRMARKAÐI. I erindinu var rætt um ýmiss konar misskilning, sem gætir um ávöxtun fjármagns í verðbólgu, um eðli og starfsemi markaðs fyrir fjármagn, áhrif verðbólgu á markaðinn, aðgerðir erlendis til að örva sparnað og draga úr óhagstæðum áhrifum verðbólgu á fjármagns- markaðinn. Loks var drepið á ýmis atriði varðandi þessi mál hér á landi, sérstaklega um ávöxtun fjár í bankakerfinu. Fyrirlesari og leiðbeinandi: Sigurgeir Jónsson, aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka Isl. Sigurgeir lauk kandidatsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1957. Stundaði framhaldsnám í Bandaríkj- unum og lauk M.A.-prófi í hagfræði árið 1960 við Stan- ford háskólann í Kaliforníu. Hann hóf störf í Seðlabanka íslands í hagfræðideild árið 1960 og var skipaður hag- fræðingur Seðlabankans ’64. Sigurgeir var varamaður (Alternative Excutive Direc- tor) fyrir Norðurlönd í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington D. C. árin 1968—1972 og skipaður aðstoðarbankastjóri Seðlabanka íslands árið 1972. Hermann Stefánsson. BANKABLAÐIÐ 39

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.