Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 11
Hins vegar verður starfsmanni, sem starfað
hefur a. m. k. 10 ár í banka og náð hefur 45
ára aldri, ekki sagt upp með skemmri upp-
sagnarfresti en 6 mánuðum. Með þessu er eldri
starfsmönnum veitt sérstök vinnuvernd í starfi.
Þá er nýtt ákvæði um uppsagnarfrest laus-
ráðinna starfsmanna. Hann er tveir mánuðir
frá byrjun næsta mánaðar að telja.
Opnunartími — skipulagsbreytingar
(gr. 12.1.).
Kröfur SÍB um aukið atvinnulýðræði, áttu
ekki miklu fylgi að fagna meðal bankanna. Þó
náðist eitt veigamikið atriði fram: Hafa skal
samráð við viðkomandi starfsmannafélag um
allar meiriháttar breytingar á skipulagi, opnun-
artíma, umhverfi á vinnustöðunum og starfs-
aðstöðu.
Launaseðill (gr. 12.2.).
Við launagreiðslu skal starfsmaður fá launa-
seðil, þar sem tilgreind eru föst laun, fjöldi
yfirvinnustunda, og sundurliðun einstakra tekna
og frádráttarliða. Með þessu ætti starfsmanni
að vera kleift að fylgjast betur með launa-
greiðslum sínum, en áður hefur verið.
Lágmarkskjör (gr. 12.4.).
Kjör samkvæmt kjarasamningnum eru lág-
markskjör. Enginn starfsmaður má lækka í
launum eða öðrum kjörum frá því, sem nú er
samkvæmt kjarasamningnum eða sérsamning-
um. Ef starfsmaður hefur betri kjör en í samn-
ingnum segir, skulu þau haldast.
Gildistími (gr. 13.1.).
Kjarasamningurinn gildir frá 1. júlí 1977 til
1. okt. 1979.
Endurskoðunarréttur (gr. 13.3.).
Heimilt er að endurskoða kjarasamninginn
á samningstímabilinu, m. a. ef breytingar verða
gerðar á umsaminni vísitölutryggingu launa.
Lífeyrisréttindi starfsmanna
einkabankanna.
Um lífeyrisréttindi starfsmanna einkabank-
anna er fjallað í sérstakri bókun, sem vísar til
fylgisskjals með samningnum þar sem m. a.
segir:
„Falli starfsmaður frá eða verði fyrir ör-
orku sem bótaskyld sé, þá munu einkabankarn-
ir, eftir því, sem við verður komið, tryggja
sjóðsfélögum sambærilegar bætur og starfs-
menn einkabankanna njóta“.
— Afsakið læknir, — en hvernig — Til hvers ætlar þú að nota lánið?
hef ég það?
BANKABLAÐIÐ 11