Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 32
Þrepahækkun um næstu áramót. Samkvæmt kjarasamningi verður almenn þrepahækkun um næstu áramót eða frá og með 1. janúar 1978. Allir starfsmenn sem taka laun neðar en samkvæmt launa- flokki 7.3. fá þannig hækkun um minnst 1 launaþrep. Petta gildir um alla starfsmenn í almennum bankastörfum, sem ekki eru komn- ir í svokallaðan stoppflokk, sem er launaflokkur 7.3. Sama regla gildir um þá sem eru í neðri þrepum launaflokka 8—12. SAMBANO ISLENZKRA BANKAMANNA KJARASAMNINGUR Hafa allir fengið eintak af kjarasamningnum? Nýgerðum kjarasamningum SÍB og bankanna hefur verið dreift til félagsmanna, og hafa einstök starfs- mannafélög séð um dreifingu á samningnum. Hafi einhverjir félagsmenn SlB ekki fengið samninginn í hendur, 32 BANKABLAÐIÐ eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til síns starfsmannafélags. Skrifstofa SlB sá hins vegar um dreifingu samningsins til einstakl- ingsmeðlima sambandsins (þar sem ekki eru starfsmannafélög) og þeim bent á að snúa sér til skrifstofu SÍB, ef þá vanhagar um kjara- samninginn. Frá Laganefnd SÍB. Laganefnd SÍB er tekin til starfa, en hlutverk hennar er að endur- skoða lög sambandsins og gera til- lögur þar um til aukaþings SfB, sem haldið verður í mars eða apríl n. k. Nauðsynlegt er, að þær breyt- ingartillögur sem laganefnd kann að gera, verði ræddar ítarlega í einstökum félögum áður en til aukaþingsins kemur. Pað er því mikilvægt, að starfsmannafélögin hafi nægan tíma til að fjalla um þær breytingartillögur sem lagðar verða fram, áður en til ákvörðunar kemur. Leiðrétting. Sú meinlega villa varð í síðasta Bankablaði, þar sem birt var úr skýrslu stjórnar á bls. 2, að nafn starfsmannafélags Samvinnubank- ans féll niður í félagatali, en fé- lagsmenn þar voru sem hér segir: 1. jan. 1975, 85. 1. jan. 1976, 101. 1. jan. 1977, 108. Félagsmenn starfsmannafélags Iðnaðarbankans voru hins vegar sem hér segir: 1.1. ’75, 63. 1.1. 76, 74 og 1.1. 77, 83. Bankablaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. En sagan er ekki öll sögð. f prentun blaðsins urðu skipti á blaðsíðu 32 og 34, þar sem taldir eru upp trúnaðarmenn. Pessi mis- tök hafa vonandi ekki komið mik- ið að sök, þar sem augljóst á að vera hvers kyns er. Fræðslustarf SÍB í fullum gangi: í kjölfar kjarasamninganna hófst aukið fræðslustarf SÍB. Haldin hafa verið námskeið fyrir trúnaðarmenn í Reykjavík þann 6. og 8. og á Akureyri 12. des. Dagskrá þessara námskeiða: 1. Starf SÍB, skipulag og uppbygg- ing. 2. Starf og hlutverk trúnaðar- manna. 3. Nýgerðir kjarasamningar.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.