Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 14

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 14
Það var ofl þrekvirki, að koma blaðinu úl... VIÐTAL VIÐ BJARNA G. MAGNÚSSON, SEXTUGAN Bjarni G. Magnússon. Fáir menn hafa unnið lengur að félagsmálum íílenzkra bankamanna en Bjarni G. Magnússon, félagsmálafulltrúi í Landsbanka lslands. Bjarni varð sextugur 26. október sl. í tilefni þess ræddi Bankablaðið við hann um félagsmála- störf hans fyrr og síðar, því að enn er áhuginn óskertur, þó að Bjarni hafi látið af öðrum störfum en þeim, sem falla undir verksvið hans sem félagsmálafulltrúa. — Ég hóf störf í Landsbankanum í apríl- byrjun 1943, og hef starfað þar óslitið síðan, segir Bjarni, en hafði áður verið sumarmaður í tvö ár. Ég var í endurskoðun ein 15 ár, síðan í hlaupareikningsdeild álíka lengi, þar af deild- arstjóri í um það bil 14 ár, unz ég tók við embætti félagsmálafulltrúa árið 1973. Áhugi minn á félagsmálum vaknaði snemma, innan við fermingu. Pá átti ég heima í Vest- mannaeyjum og starfaði mikið í Félagi ungra jafnaðarmanna í fjölda ára. Haustið 1936 fór ég í Samvinnuskólann og brautskráðist þaðan vorið 1938. Á þeim tíma var ég m. a. ritari Sambands bindindisfélaga í skólum. Eftir að ég fluttist til Reykjavíkur, starfaði ég í Félagi ungra framsóknarmanna og var til að mynda í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna allt til 35 ára aldurs. Síðan hef ég aldrei komið á stjórnmálafund! Ennfremur var ég með í að stofna Kiwanisklúbb, þó að þar hafi ég ekki verið mjög virkur, og hef starfað í félagsskap, sem nefnist AKOGES og á uppruna sinn að rekja til Vestmannaeyja. Ekki munu hafa liðið nema 2—3 ár, eftir að ég kom í Landsbankann, að ég var kosinn í stjórn Félags starfsmanna Landsbanka íslands og var m. a. formaður þess í allt að 10 ár. I stjórn Sambands íslenzkra bankamanna átti ég sæti nær óslitið um aldarfjórðungs 'skeið. Nú, þá má geta þess, að ég var ritstjóri Banka- blaðsins frá árinu 1944 og gegndi því starfi einn í um eða yfir 30 ár. Það var oft þrekvirki að koma blaðinu út, því að engir fengust til að skrifa í það. En þetta tókst einhvern veginn, og aldrei þurfti að borga krónu í taprekstur, enda ekkert greitt fyrir vinnu við blaðið. Um félagsstarfið almennt fyrr og nú er það 14 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.