Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 17

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 17
sína ráða, hjálpfýsi við náungann samfara hóf- stilltri aðgát og drenglund þeirri, sem hvar- vetna er rómuð um Hérað og á Fjörðum, þó þar mest, er hann kynntist mönnum bezt. Þórður var maður starfsins, iðjuleysi var hon- um andstyggð, undirrót hins illa að hans dómi og starfsgleði hans var rík og sönn. Af erfiðis- vinnu virtist svo sem hann hefði ánægju eina, hög hönd og hugur frjór lögðust þar á sveif með atorku og kappi. í starfi sínu fyrir Búnaðarbankann var hann ötull og trúr, bar hag bankans og fólksins fyrir brjósti. Hann var stórhuga framkvæmdamaður og studdi vel að alhliða uppbyggingu kauptúnsins á Egilsstöðum. Til þess að fást við veigamikil verkefni á vaxandi stað þarf fjármagn og oft var þá til Þórðar leitað. Hann greiddi þar úr sem bezt hann gat og mun ýmsum hafa þótt um of. En sá sem lítur yfir Egilsstaðakauptún í dag og sér uppbygginguna, getur tæpast verið á því máli. Þórður lagði á margt gjörva hönd, tók mikinn og virkan þátt í félags- og menningar- lífi síns umhverfis. Hann var vel til forystu fallinn og til hans var oftlega leitað og fjöl- mörg voru þau trúnaðarstörf, er hann gegndi um dagana. Hann var vinmargur, vinfastur og trygg- lyndur, ákveðinn í skoðunum, en enginn ein- strengingur. Við útför hans kom það glögglega í ljós, hve einlæg var hryggð manna og harmur yfir því að hann skyldi brott kvaddur í blóma lífs síns, í miðri önn mikilla og margþættra starfa. Það er bjart yfir minningu hans og ævistarfi öllu. Blessuð sé sú minning. — Helgi Seljan. Einar Pálsson, forstjóri Reiknistofu bankanna Haustið 1973 tók Einar Pálsson við starfi forstjóra fyrir Reiknistofu bankanna, en þá hafði um nokkurt skeið verið unnið að undir- búningi stofnunar slíkrar sameiginlegrar reikni- stofu fyrir allar íslenskar bankastofnanir. Það var engin tilviljun, sem réði því, að Einar var fenginn til að takast á hendur þann vandasama starfa að móta og byggja upp frá grunni þessa þjónustumiðstöð bankanna. Hann hafði um átta ára skeið unnið að rafreiknimál- um hjá IBM á íslandi og í Danmörku, lengst af sem stjórnandi ýmissa deilda, enda vel til mannaforráða fallinn. Kynni mín af Einari Pálssyni hófust um það bil ári áður en hann kom heim til starfa fyrir bankana. Við, sem þá unnum að undirbúningi reiknistofunnar, komum til Kaupmannahafnar sem fyrsta áfanga á langri ferð, sem farin var til að heyja sér fróðleik um rafreikna og raf- reiknikerfi í bönkum. Einar tók á móti okkur í Kaupmannahöfn fyrir hönd IBM, fór með okkur í heimsókn í rafreiknideild Landmands- banken og ók síðan með okkur til Roskilde, sem var næsti áfangastaður. BANKABLAÐIÐ 17

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.