Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 20
Brugðið b'óndum. Guðmundsson fór þar með sigur af hólmi, en Guðjón Jóhannsson fylgdi fast á hæla Stefáns. í þriðja sæti varð Kristinn Bjarnason. í nóv- ember lagði tíu manna hópur úr bankanum loft undir vængi og flaug til Húsavíkur. Þrevttu þeir kappskák við tíu félaga úr Taflfélagi Húsa- víkur og sigruðu Búnaðarbankamenn með 6V2 vinningi gegn 3 V2 . Síðan var tefld hraðskák og sigraði sveit bankans með nokkrum yfirburðum. I desember komu tíu skákmenn úr taflklúbbi Flugleiða í heimsókn í Búnaðarbankann og tefldu hraðskák við jafn marga heimamenn, ef svo má að orði komast. Fóru Flugleiðamenn með sigur af hólmi, og geta menn séð á því, að þeir eru engir aukvisar í skák. Þegar árið 1977 var nýgengið í garð, héldu fimm skákmenn úr bankanum til Noregs og tóku þar þátt í opna norska meistaramótinu í hrað- skák. Þetta voru þeir Jón Kristinsson, Stefán Þ. Guðmundsson, Guðjón Jóhannsson og Krist- inn Bjarnason, sem tefldu í meistaraflokki, og Björn Sigurðsson, sem tefldi í fyrsta flokki. Frammistaða fimmmenninganna var góð, en Jóns þó best. Hann varð í öðru sæti í meistara- flokki á eftir norska alþjóðlega meistaranum Leif Ögaard. Að sögn eins fimmmenninganna, unnu þeir þó sinn stærsta sigur, er þeir voru í borg gleðinnar, Kaupmannahöfn, á heimleið og gerðu þar stans í einn sólarhring. I febrúar tefldu Búnaðarbankamenn við Landsbankamenn hraðskák á tíu borðum og biðu ósigur í fyrsta sinn í mörg ár. Sveit Búnaðarbankans tók þátt í hinni árlegu skák- keppni stofnanna og hafnaði þar í sjötta sæti og má muna fífil sinn fegri á þeim vettvangi, en vonandi stendur það til bóta. Nokkrir starfsmanna áttu starfsafmæli á þessu ári, sem vert er að geta. Magnús Fr. Árnason, aðallögfræðingur bankans, átti 30 ára starfsafmæli hinn 1. ágúst. Jón Sigurðsson, fulltrúi átti 25 ára starfsafmæli 1. apríl, Pétur Magnússon útibússtjóri í Melaútibúi, átti 15 ára starfsafmæli 13. október, Guðbjörg Einars- dóttir, deildarstjóri í Stofnlánadeild, átti 15 ára starfsafmæli 15. september og Guðmundur Eiðsson, útibústjóri í Stykkishólmi, átti einnig 15 ára starfsafmæli 1. júní. Halldór Ólafsson, sem verið hefur deildar- stjóri í Verðbréfadeild um árabil, tók við starfi útibússtjóra í Garðabæ af Svavari Jó- hannssyni, en við starfi Halldórs í Verðbréfa- deild tók Guðrún Björgvinsdóttir. Gunnar Már Hauksson, útibússtjóri í Miðbæjarútibúi, hætti störfum hjá bankanum og tók Guðjón Jóhanns- son við starfi hans. Nú eru talin helstu tíðindi, er gerst hafa í Búnaðarbanka íslands, síðan síðasta jólablað Bankablaðsins kom út og læt ég hér staðar numið að sinni. — G. H. 20 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.