Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 34

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 34
Nýr samningur um Bankamannaskólann Benedikt E. Guðbjartsson. Bankamannaskólinn. Þegar samninganefndir bankamanna og vinnuveitenda þeirra undirrituðu nýgerða kjara- samninga, var undirritaður nýr samningur um starfsskipulag Bankamannaskólans. Er hér um að ræða merk tímamót, sem geta verið upphaf að nýju og öflugu starfi skólans. Fram til þessa hefur Bankamannaskólinn verið almennur skóli fyrir alla bankana og beint starfi sínu fyrst og fremst að því að sinna ný- liðaþjálfun ásamt endurþjálfun og framhalds- námi í formi námskeiðahalds. í bréfi skólanefndar Bankamannaskólans frá 21. marz 1973, komu eftirtalin atriði fram, sem skólanefndin lagði áherslu á, varðandi eflingu og endurskoðun á starfsemi skólans: a. Markmið skólans er fyrst og fremst að auka menntun og hæfni starfsmanna bankanna og gera þá færari til að gegna störfum sínum. b. í öðru lagi að auka allan veg bankamanna og þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra, en það hlýtur að verða sameiginlegt hags- munamál bankanna sem vinnuveitenda og bankamanna sem stéttarsamtaka. c. í þriðja lagi að fá aukna viðurkenningu á bankafaginu sem starfs- og stéttargrein og að stuðla að viðurkenningu á hugtakinu bankafræðingi innan skólakerfisins. Með hinu nýja samkomulagi færumst við nær ofangreindu markmiði. Eru líkur til þess að skólinn geti nú í ríkara mæli snúið sér að sérhæfðri kennslu sem lið í framhaldsnámi, svo og stjórnunarnámi og einstökum námskeið- um, t. d. til upprifjunar eða kynningar á nýjum þjónustugreinum eða breyttum starfsháttum o. s. frv. Hinn nýi samningur er þannig: Samningur um starfsskipulag Bankamannaskólans. I. Eignaraðild, skipting kostnaðar o. fl. 1. Bankamannaskólinn er sjálfstæð stofn- un í eigu bankanna. Sambandi ísl. sparisjóða skal gefinn kostur á þátt- töku með réttindum og skyldum eig- enda. Samband ísl. bankamanna er aðili að skólanum. 2. Bankarnir ábyrgjast fjárhagslegan grund- völl skólans, með greiðslu fjárframlags fyrir hvert skólaár í senn, samkvæmt fjárhagsáætlun, sem skólanefnd, með aðild skólastjóra, leggur fram í upp- hafi hvers skólaárs. 34 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.