Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 29

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 29
Merk afmæli slarbmanna Landsbanka fslands FIMMTÍU ÁRA: ÞORSTEINN EGILSSON. Porsteinn Egilsson, forstöðu- maður endurskoðunardeildar Lands- banka íslands, varð fimmtugur 25. janúar s. 1. Porsteinn hefir starfað um árabil í endurskoðunardeild Landsbankans og forstöðumaður deildarinnar hin síðari ár. Porsteinn er traustur og góður starfsmaður og má ekki vita vamm sitt í neinu. Auk þess hefir Porsteinn haft mik- il og góð afskipti af félagsmálum bankamanna. Par hefir hann verið í forystu um árabil. Hann hefir gegnt mörgum trúnaðarstörfum í Félagi starfsmanna Landsbanka ís- lands, m. a. formaður félagsins um árabil. Pá hefir hann setið fjölda þinga Sambands íslenzkra banka- manna og setið í stjórn SlB. Pað má með sanni segja, að Porsteinn hefir verið sannkölluð driffjöður í félagsmálum okkar bankamanna og farnast þar sem annars staðar afarvel. FIMMTÍU ÁRA: ARI F. GUÐMUNDSSON. Ari F. Guðmundsson, starfs- mannastjóri Landsbanka íslands, varð fimmtugur 18. september s. 1. Pá átti Ari einnig þrjátíu og fimm ára starfsafmæli 1. maí s. 1. Hér verða ekki rakin margvís- leg störf afmælisbarnsins í bankan- um, en þó er vert að geta þess, að hann hefir komið víða við í bank- anum á langri leið. Áður en hann tók við starfi starfsmannastjóra, þá var Ari forstöðumaður útibús Landsbankans á Keflavíkurflug- velli. Ari hefir tekið þátt í margvís- legum félagsstörfum. Hann hefir oft haft afskipti af félagsmálum bankamanna og verið fulltrúi FSLÍ á landsfundum bankastarfsmanna. Pá var það ekki lítill þáttur í lífi Ara áður fyrr, æfingar og þátt- taka hans í sundi og sundkeppn- um heima og erlendis. Var Ari um árabil í hópi fremstu sundmanna og kom fram sem fulltrúi íslands í stórkeppnum erlendis við góðan orðstí. SJÖTÍU ÁRA: EINAR KRISTJÁNSSON, Eskifirði. Einar Kristjánsson, Eskifirði, varð sjötíu ára 11. júlí s. 1. Einar hefir starfað um árabil í útibúi Landsbanka fslands á Eskifirði. Hann hefir verið farsæll starfs- maður útibúsins og er honum árnað allra heilla á þessum tíma- mótum. BANKABLAÐIÐ 29

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.