Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 24
Fréttabréf frá Suðurnesjum
Aðalfundur félags bankafólks á Suðurnesjum
var haldinn 13. okt. sl. Fráfarandi formaður,
Esther Þórðardóttir, flutti skýrslu um starf-
semina á síðasta starfsári. Starfandi voru fjórar
nefndir og skiluðu þær allar góðu starfi.
Árshátíðarnefnd stóð að árshátíð, sem haldin
var í félagsheimilinu í Sandgerði. Alls mættu
um 90 manns, sem skemmtu sér vel í glöðum
hóp starfsfélaga. Boðið var upp á skemmtikrafta
og hljómsveit lék fyrir dansi. Leikhúsnefnd
stóð að leikhúsför í Þjóðleikhúsið og fóru sam-
tals 80 manns. Ferðin tókst vel og voru allir
sammála um að hana þyrfti að endurtaka.
Námskeiðsnefnd stóð að námskeiði á vegum
Bankamannaskólans fyrir gjaldkera. Var nám-
skeiðið vel sótt og vonast er til, að framhald
verði á slíkum námskeiðum á vegum Banka-
mannaskólans. Einnig stóð nefndin að kvöld-
verðarfundi í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík.
Rætt var um kjaramálin og Gunnar Eydal frá
SÍB, kynnti kröfugerð sambandsins.
íþróttanefnd stóð að taflmóti milli banka á
Suðurnesjum. Mættu þrjár fjögra manna sveitir
til leiks frá eftirtöldum stofnunum: Sparisjóðn-
um í Keflavík, Útvegsbanka íslands, Keflavík,
og Verzlunarbanka íslands, Keflavík. Sveit
Verzlunarbankans hlaut flesta vinninga og vann
glæsilegan farandbikar, sem Félag bankafólks
á Suðurnesjum gaf til keppninnar. Einnig var
keppt í knattspyrnu við lögregluna í Keflavík
og slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli og töpuðu
bankamenn báðum leikjunum.
Kosin var ný stjórn, en hana skipa:
Magni Sigurhansson, form., Útvegsb. ísl. Kefl.
Anna María Eyjólfsd., varaf., Verzlb. ísl., Kefl.
Hjörtur Kristjánsson, ritari, Sparisj. í Keflavík.
Guðný Björnsdóttir, gjaldk., Sparisj. í Keflavík.
Sigr. Sigvaldad., meðstj., Landsb. Isl., Keflavfl.
Mikill áhugi var hjá fundarmönnum að halda
því starfi áfram, sem félagið hefur haldið uppi
á félagssvæðinu. Á síðasta starfsári voru 55
félagar, sem greiddu 1% af júní-launum sínum
í árgjald til félagsins. Þetta er gjald, sem fé-
lagar þurfa að greiða aukalega ofan á þau gjöld,
sem þeir greiða til sinna starfsmannafélaga.
Félag bankafólks á Suðurnesjum er svæða-
samband, sem heldur uppi hluta af þeirri starf-
semi, sem starfsmannafélög eiga að gera, en
geta ekki vegna ýmissa orsaka.
Félag bankafólks á Suðurnesjum var stofnað
29. apríl 1974. Það hefur nú sannað gildi sitt
og tilverurétt og er mikill áhugi að halda
starfinu áfram á svipuðum grundvelli.
M. S.
Útvegsbanki íslands
Árið 1977 hófst í Útvegsbanka með hefð-
bundnum áramótafagnaði á nýársdag. Fjöldi
fólks sótti fagnaðinn og naut matar og drykkjar
að vild fram á nótt.
Aðalfundur starfsmannafélagsins var haldinn
fimmtudaginn 3. mars 1977.
Fundarstjóri var Guðjón Halldórsson og
fundarritari Björn Haraldsson. Skýrslur voru
fluttar og reikningsskil lesin upp.
Á aðalfundinum var lýst stjórnarkjöri í stjórn
félagsins næsta starfsár, og voru nöfn stjórnar
og trúnaðarmanna birt í síðasta tbl. Banka-
blaðsins.
í sjöunda sinn fór Adolf Björnsson í ferða-
lag með börn og barnabörn starfsmanna bank-
ans.
Tuttugasta og áttunda Sviðamessa félagsins
var haldin laugardaginn 1. október og var hún
fjölsótt að vanda.
STARFSMANNAANNÁLL
ÚTVEGSBANKANS 1977
Afmælisdagar:
85 ára: Anna Stefánsdóttir, 20. september.
75 „ Margrét Björnsdóttir, 25. maí.
75 „ Pétur Ágústsson, 25. september.
75 „ Henrik Thorarensen, 13. október.
70 „ Erlingur Hjaltested, 10. janúar.
70 „ Hafliði Helgason, 31. ágúst.
65 „ Gunnlaugur G. Björnsson, 7. mars.
65 ,, Adolf Björnsson, 18. apríl.
65 „ Sverrir Júlíusson, 12. október.
65 ,, Bjarni Guðbjörnsson, 29. nóvember.
60 „ Ingólfur Guðjónsson, 7. febrúar.
24 BANKABLAÐIÐ