Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 26
tungum. Nýting sumarbústaðarins var lítil á s. 1. sumri, bæði vegna þess að hann var ekki keyptur fyrr en svo seint, að félagsmenn voru búnir að ráðstafa sumarleyfum sínum, og einnig vegna þess að ýmsar umbætur á lóð og við sumarbústaðinn tóku lengri tíma en búist var við, en félagsmenn unnu allt slíkt í sjálfboða- vinnu. Félagsstarfið á þessu ári hefur tekið mikinn svip af kjarabaráttu þeirri, sem staðið hefur yfir mestan hluta starfsársins. Peirri baráttu er nú lokið, með þeim sögulega hætti, að báðir aðilar slíðruðu sverðin og var þó hvorugur vígmóður. Ber að fagna því sérstaklega að samnningar, sem allflestir geta unað vel við, hafa tekist, án þess að til verkfalla kæmi. Þátttaka í atkvæðagreiðslu um kjarasamning- ana og niðurstaða hennar staðfestir betur en nokkuð annað, hvert viðhorf bankafólks til samninganna er. Þó að í meginatriðum hafi vel tekist í nýgerðum kjarasamningum, er ljóst, að einstakir starfshópar í bönkum hafa ekki sambærileg kjör og starfsbræður þeirra við sömu störf á hinum frjálsa vinnumarkaði. Þann mismun þarf að jafna, þannig að sam- bærileg störf verði greidd með sömu launum, hvar sem þau eru unnin. Starfsmannafélag Landsbanka íslands Skákferð bankans til Englands Eftir nær 20 ára baráttu tókst skáksveit Landsbankans loks að hreppa 1. sætið í skák- keppni stofnana, á því herrans ári 1977. Sveitin var þannig skipuð: 1. borð Bragi Kristjánsson, 2. ,, Jóhann Örn Sigurjónsson, 3. „ Hilmar Viggósson, 4. „ Leifur Jósteinsson. Þar sem öll sterkustu fyrirtækin í Reykja- vík senda jafnan lið í keppni þessa, þykir tölu- verður álitsauki fylgja sigri. Enda var nú mikill hugur í mönnum að fylgja þessu eftir og halda á fjarlægari mið. Eftir töluverðar vangaveltur varð England fyrir valinu, og skyldi teflt þar á opnu alþjóðlegu skákmóti, svo og att kappi við starfsbræður í National Westminster Bank, London. Því var það, að föstudaginn 13. september var skáksveitin mætt út á Keflavíkurflugvelli, með þeirri undantekningu þó, að Bragi Kristj- ánsson, sem hættur var störfum í bankanum, var ekki með, en í hans stað kominn 1. vara- Skáklið Landsbankans, talið frá vinstri: Jóhann Örn Sigurjónsson, Hilmar Viggósson og Vilhjálmur Pálsson. Á myndina vantar Leif Jósteinsson. 26 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.