Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 21

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 21
Frá Starfsmannafélagi Sparisjóðs Hafnarfjarðar Starfsemi starfsmannafélagsins hefur verið með miklum blóma það sem af er árinu. í janúar-mánuði bauð Sparisjóðurinn starfs- mönnum ásamt mökum til leikhúsferðar. Var farið að sjá „Gullna hliðið“, og að leikriti loknu var öllum boðið í glæsilegt samkvæmi á heimili sparisjóðsstjóra. Starfsmannafélagið hélt árshátíð sína að þessu sinni í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði. Pátttaka var mjög góð. Þar mættu félagsmenn með maka og aðra gesti og var mikið um dýrðir. Stærsta verkefnið, sem ráðist var í á árinu, var kaup á sumarbústað í Grímsneshreppi, með 1,5 ha. eignarlands. Félag með ekki fleiri með- limi en 25, er lítils megnugt, þegar út í slíka stórframkvæmd er ráðist, og hefði ekki fjár- hagsleg aðstoð sparisjóðsins komið til, hefði þessi draumur okkar aldrei ræst. — H. H. Frá Starfsmannafélagi Sparisjóðsins í Keflavík Starfsmannafélag Sparisjóðsins í Keflavík er ungt félag, ekki eins árs, en það var stofnað 20. janúar 1977 og hefur því ekki merkilega sögu að baki. Félagar eru nú tuttugu talsins, en trúlega fjölgar þeim enn, þar sem Sparisjóðurinn er að hefja starfsemi í nýju útibúi í Njarðvík. Eins og gefur að skilja, hefur fjárhagshliðin háð starfseminni enn sem komið er, en úr henni rættist núna, er Sparisjóðurinn varð 70 ára, 7. nóv. sl., því þá gáfu forráðamenn stofnunarinnar okkur sparisjóðsbók með kr. 500.000, sem er mjög rausnarlegt framlag til félagsins, sem við kunnum vel að meta og þökkum fyrir. Aðrar fréttir eru ekki að sinni. M. A. H. G. Fréttir úr Iðnaðarbankanum Félagslíf síðastliðið ár í Iðnaðarbankanum hefur verið með miklum blóma. Má þar nefna m. a. árshátíð, jólagleði, spilakvöld o. fl. Gerð var tilraun til tilbreytingar frá hefðbundnu skemmtanaformi og haldið hlöðuball í sam- komusal aðalbanka. Var þar öllu umturnað, veggir klæddir striga, hólfað í jötur, stíur og hlöðu. Lýsing var gjörbreytt, og neyttu menn hefðbundinna íslenskra drykkja, svo sem hæfði reglulegu sveitaballi. Þótti skemmtunin takast hið besta og höfðu menn hið mesta gaman af og hafa komið fram óskir um endurtekningu. í júní síðastliðnum var langþráðum áfanga náð í sögu félagsins. Þá voru tekin í notkun hin nýju sumarhús að Húsafelli, og hafa þau verið vel nýtt síðan. Rétt þykir að taka fram, að þar naut starfsmannafélagið mikillar aðstoð- ar bankaráðs og stjórnar bankans. Þökk sé þeim. Við vígsluhátíð var farin rútuferð með þá er mest höfðu unnið við og stuðlað að byggingu húsanna. Á árinu opnaði Iðnaðarbankinn nýtt útibú á Selfossi auk þess sem starfsemi Breiðholtsúti- bús hefur verið flutt í nýtt og betra húsnæði. Þar er í kjallara útibúsins fullkomin skjala- geymsla, sem verður til mikilla bóta fyrir Iðn- aðarbankann í heild. Fyrr í haust setti stjórn S. I. á laggirnar íþróttanefnd til að vinna að heilbrigðismálum starfsmanna. Hefur nefndin staðið sig með á- gætum og hefur nú til umráða tvo tíma í viku hverri sem almenn ánægja er með. Formaður íþróttanefndar er Ægir E. Hafberg. Nú á næst- unni verður efnt til samkeppni um merki fé- lagsins og hefur þegar verið kosin nefnd til að velja úr besta merkið, sem síðan mun verða notað fyrir starfsmannafélagið. Aðalfundur Starfsmannafélagsins var hald- inn 13. marz 1977. BANKABLAÐIÐ 21

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.