Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 38

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 38
6.5. Meðferð innstæðulausra tékka í inn- lausnarbanka 6.6 Tíðni brota 6.7. Kærur vegna tékkamisferlis 7.0. TILKYNNINGAR UM TÉKKAMIS- FERLI 8.0. BROTTFALL NAFNA AF LOKUN- ARLISTA 9.0. INNHEIMTUAÐILD SEÐLABANK- ANS, EF UM HANA ER AÐ RÆÐA 10.0. ÁBYRGÐ REIKNINGSHAFA 11.0. SKYNDIÁVÍSANASKIPTI 12.0. UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA 13.0. ENDURSKOÐUN REGLNA 14.0. FYLGISKJÖL 14.1. Umsókn um opnun tékkareiknings 14.2. Yfirlýsing Hagstofu íslands um tilvist fyrirtækis 14.3. Viljayfirlýsing eigenda eða stjórnar fyrir- tækis. 14.4. Heimild til notkunar stimpla við fram- sal innleggstékka 14.5. Fyrsta aðvörun (ábending) 14.6. Önnur aðvörun (áminning) 14.7. Þriðja aðvörun (hótun) 14.8. Lokun reiknings v/misnotkunar sama reiknings 14.9. Lokun reiknings v/misnotkunar annars reiknings 14.10. Spjaldskrárkort með rithandarsýnishorn. 15.0. STIMLASÝNISHORN 15.1. Greiðslustimpill féhirðis 15.2. Áritun um greiðslufall 15.3. Reikningi lokað 15.4. Reikningi lokað og eftirstöðvar inn- stæðu færðar til lækkunar á nafnverði tékka. Námskeiðið var haldið í Bankamannaskólan- um, Laugaveg 103, kl. 10.00, kl. 13.00, kL 15.00 og kl. 17.00 og var það mjög fjölsótt. Námskeiðið var endurtekið 18. janúar 1977 í Keflavík fyrir Félag bankafólks á Suðurnesj- um og einnig á Selfossi. Forystumaður Félags bankafólks á Suðurnesjum er Helgi Hólm, Verzlunarbanka. Þeir Gunnar H. Blöndal, Hannes Pálsson og Helgi Steingrímsson tóku þátt í þessum ferðum. II. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ BANKA- MANNASKÓLANS í MARS OG APRÍL 1977 Námsgrein: FJÁRÁBYRGÐIR. Námsefnið takmarkast við almenna hluta fjárábyrgð- arréttarins, en þar er m. a. fjallað um bankaábyrgðir og fleira. KennslugÖ£ti: Hefti, 52 síður. með almennan inn- gang um bankaábyrgðir, sýnishorn ýmissa tegunda á- byrgða og úrdrætti úr dómum Hæstaréttar, sem varða þetta réttarsvið. Heftið er tekið saman af Benedikt E. Guðbjartssyni, bankalögmanni. Kennsla fór fram í fyrirlestrum, vinnslu raunhæfra verkefna, athugun dóma, fyrirspurnum og almennum umræðum. Fyrirlesari og leiðbeinandi: Benedikt E. Guðbjartsson, lögfræðingur Landsbanka Isl. Benedikt lauk prófi frá Há- skóla Islands vorið 1970 og stundaði framhaldsnám við háskólann í Osló 1970—’71 og lagði m. a. stund á fjár- ábyrgðarrétt. Hann starfaði við málflutningsstörf frá 1. júlí 1971, en réðst til Lands- banka íslands 1. sept. 1975. Benedikt E. Hann hefur starfað við Guðbjartsson. kennslu á vegum Banka- mannaskólans, á námskeiði skólans á Húsavík haustið 1975 og aðalnámskeiði skólans haustið 1976. Hann kennir einnig verslunar- rétt við Verslunarskóla Islands, og hefur samið bók um verslunar- og viðskiptarétt, sem hefur verið gefin út af Menntamálaráðuneytinu, skólarannsóknadeild. Pá hefur Benedikt þýtt og samið fyrir Bankamanna- skólann stutt almennt yfirlit yfir bankaábyrgðir til notkunar við kennslu um fjárábyrgð í Bankamanna- skólanum. Námsgrein: BIRGÐAEFTIRLIT OG BIRGÐABÓKHALD. Stutt yfirlit yfir afurðaeftirlit á vegum Landsbanka Islands, en eftirlitið var tekið upp árið 1955. Birgða- eftirlit með veðsettum afurðum o. fl., sem bankinn lánar út á gegn sjálfsvörsluveði af hálfu veðsala. 38 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.