Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 3
BANKABLADIÐ
43. árg. - 3. tbl. des. 1977
Útg.: Samband fsl. bankamanna
Blaðið unnu:
Gunnar Eydal
Björg Árnadóttir
Ábm.:
Sólon R. Sigurðsson
Skrifstofa:
Gunnar Eydal
Björg Árnadóttir
Bankablaðið er prentað í
2500 eintökum
Efnlsyf irlit:
4 Nýir kjarasamningar SÍB
og bankanna
7 Kjarasamningar — helstu
nýmæli
11 Launatöflur
14 Það var oft þrekvirki,
að koma blaðinu út .. .
16 In memoriam
19 Frá starfsmannafélögunum
32 Fréttir
34 Nýr samningur um
Bankamannaskólann
36 Á námskeiði hjá dönskum
37 Bankamannaskólinn
skólaárið 1977
Forsíðumynd: Frá allsherjaratkvgr.
um nýjan kjarasamning
Setnlng og prentun:
FORMPRENT
Nýir
samningar
Sólon R. Sigurðsson.
Hinn 1. nóvember sl. voru nýir
kjarasamningar SIB og bankanna undir-
ritaðir. Voru þá liðnir sjö mánuð'" frá
því að samningum var sagt upp og
kröfur lagðar fram. Það má því segja,
að hægt hafi gengið, en mest er þó um
vert, að samningar tókust, án þess að
til verkfalls bankamanna kæmi.
Þessir nýju samningar bankamanna eru sögulegir, af því að
þeir eru hinir fyrstu, sem gerðir eru við bankana, eftir að lög
um kjarasamninga starfsmanna í eigu ríkisins voru samþykkt
á Alþingi. Samningurinn ber þess líka merki, að unnið hafi
verið eftir nýjum reglum. Mörg ný atriði koma nú inn í samn-
inga bankamanna, sem verið hafa um árabil í samningum ann-
arra launþegahópa og mörg veigamikil atriði náðust nú fram,
sem ekki hefði tekist, án hins nýja samningsréttar.
Stjórn SÍB ákvað í upphafi, að hinn almenni félagsmaður
skyldi hafa tækifæri til að hafa áhrif á bæði kröfugerð og
endanlegan samning. Því var kröfugerðin send öllum félags-
mönnum SIB og á seinasta sambandsþingi var samþykkt að
bera nýjan kjarasamning undir alla félagsmenn í allsherjar-
atkvæðagreiðslu. Þetta hefur sýnt sig í að hafa verið rétt á-
kvörðun. í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu um hinn nýja samning,
var þátttakan mjög góð, eða 91% þeirra, sem á kjörskrá voru,
en um 90% þeirra sem atkvæði greiddu, samþykktu samninginn.
Þessi mikla kjörsókn gefur fyrirheit um aukinn samtakamátt
bankamanna. Þessi mikli áhugi kom líka vel fram á þeim 18
fundum, sem haldnir voru víðsvegar um landið, til kynningar
á samningnum, en alls sóttu um 840 manns þessa fundi.
Nú er það sameiginlegt verkefni stjórnar SÍB, stjórna starfs-
mannafélaganna og trúnaðarmanna að viðhalda þessum áhuga.
í þessum tilgangi mun fræðslustarfssemi sambandsins stór-
aukin og í desember hafa þegar verið haldin þrjú námskeið
fyrir trúnaðarmenn, og ráðstefna með stjórnarmönnum aðildar-
félaganna er fyrirhuguð.
Auk þessara námskeiða eru tvö stór verkefni á dagskrá.
I fyrsta lagi endurskoðun laga sambandsins og undirbúningur
aukaþings, sem tillögur laganefndar verða lagðar fyrir til endan-
afgreiðslu, en áður en til þess kemur, verða tillögurnar kynntar
ítarlega í öllum starfsmannafélögunum. í öðru lagi er undir-
búningur fyrir þing norrænna bankamanna, sem haldið verður
hér í Reykjavík um mánaðamótin ágúst/september 1978.