Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 22

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 22
Starfsmannafélag V erzlunarbankans Starfsemi Starfsmannafélags Verzlunarbank- ans hefur verið margþætt og fjölbreytt þetta árið. Hún hófst strax á nýjársdag með jólaballi fyrir börn starfsmanna. Ekki var þar við látið sitja, því starfsmenn fengu sína árshátíð í febrúar og þótti hún heppnast mjög vel. Handknattleikslið bankans tók þátt í þremur mótum á árinu og bezti árangur liðsins var annað sæti í bankamótinu. Þá keppti liðið einnig við handknattleikslið Bergens Bank, sem hér var í boði Landsbankans og töpuðum við með litlum mun. Pá sátu einnig 3 fulltrúar S. V. í. þing SÍB, sem haldið var í marz. í vetur festi Starfsmannafélagið kaup á öðr- um sumarbústað til viðbótar og strax í vor fór hópur manna til undirbúnings, áður en hinn nýi bústaður var fluttur austur, en bú- staðurinn var uppkominn þann 17. júní og á starfsmannafélagið nú tvo sumarbústaði í Þjórsárdal og hefur nýting þeirra verið mjög góð þetta sumar. Einnig var byggður geymslu- skúr á staðnum. Þá ber einnig að geta þess, að bankinn studdi mjög rausnarlega við bakið á starfsmannafélaginu, og eigum við nú landið og bústaðina svo til skuldlaust. Sumarbústaður Starfsmannafélags Verslunarbankans. Frá Alþýðubankanum Aðalfundur F. S. A. var haldinn 18. marz ’77 og var fundarsókn mjög góð. Nöfn stjórn- armanna voru birt í síðasta bankablaði. í skemmtinefnd hlutu kosningu: Ragnheiður Ólafsdóttir, Ragnheiður Þór- ólfsdóttir og Soffía Antonsdóttir. Eitt aðalmálefni fundarins var einkennis- klæðnaður fyrir starfsfólk, og var sambvkkt, að nýkjörin stjórn kannaði allar hliðar málsins, en þó fyrst og fremst, hvort bankinn tæki að einhverju leyti þátt í kostnaði með starfsfólki. Samningar hafa þó ekki tekist og standa því enn. Veislur góðar hafa verið haldnar á árinu með ágætri aðsókn, og sú síðasta þann 11. nóvember, en hún var haldin í kveðjuskyni fyrir okkar ágæta vinnufélaga, Guðmund Eiríks- son, sem nú er horfinn til sinna gömlu heim- kynna í Útvegsbankanum. í stöðu hans var ráðin Kristín Jónsdóttir, reyndur bankamaður úr Landsbankanum. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvenær árs- hátíð skuli haldin, en undanfarin ár hefur hún verið í nóvember. 22 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.