Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 35

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 35
Við ákvörðun um skiptingu kostnaðar á hina einstöku eigendur (banka), skal hafa hliðsjón af stærð og fjölda starfs- manna hvers banka um sig annars vegar og nemendafjölda frá hverjum þeirra hins vegar. II. Skipulag. 1. Skólanefnd. Skólanefndin er skipuð sjö fulltrúum, einum frá Seðlabanka fslands, einum frá Landsbanka íslands, einum frá Bún- aðarbanka íslands, einum frá Útvegs- banka Islands, tveimur frá einkabönk- unum og einum frá Sambandi ísl. bankamanna. Nefndarmenn skipta með sér störfum. Þeir eru valdir til fjögurra ára í senn. Skólanefnd heldur fundi, svo oft sem þurfa þykir. Óski einn eða fleiri skóla- nefndarmenn eftir fundi, eða skóla- stjóri, skal formaður nefndarinnar boða til fundar svo fljótt sem auðið er. Skólanefnd getur enga ályktun gert, nema meirihluti hennar sé á fundi. Rita skal í gerðabók allar samþykktir og ályktanir skólanefndar og skulu við- staddir fundarmenn undirrita fundar- gerðina. Formaður skólanefndar fylgist með framkvæmd og samþykktum á ályktun- um skólanefndar. Fundargerðabók, afrit af skýrslum og sendum bréfum, skulu vera í vörslum formanns skólanefndar eða öðrum ör- uggum og tiltækilegum stað„ ef henta þykir. 2. Verkefni skólanefndar eru: a) að ráða skólastjóra og setja honum erindisbréf, b) að ráða kennara í samráði við skóla- stjóra, c) að ákvéða námsskrá og annað, er varðar stefnu og þróun skólans, d) að útvega, í samráði við skólastjóra, námsefni, bæði innlent og þýtt, og skulu greiðslur fyrir samningu, þýð- ingar og staðfærslu fræðirita, á- kveðnar á fjárhagsáætlun, sbr. e-lið, e) að semja, í samráði við skólastjóra, áætlun um kostnað við skólahald ár hvert, svo og stofnkostnað, ef um er að ræða, f) að taka afstöðu til annarra mála, er varða viðgang og framtíð skólans. 3. Skólástjóri. Starf skólastjóra skal vera fullt heilsárs- starf, launað samkvæmt reglugerð um störf og launakjör bankastarfsmanna með eftirlaunasjóðsréttindum og öðr- um kjörum, sem bankarnir veita starfs- mönnum sínum. 4. Verkefni skólastjóra eru: a) að sitja fundi skólanefndar að jafn- aði og rita fundagerðir, b) að undirbúa námsefni og leggja það til samþykktar fyrir skólanefnd, c) að raða í bekki og gera drög að námsskrá, d) að vinna að því að koma upp kennsluefni fyrir skólann, í bókum, ritum og á annan hátt, e) að koma upp almennu safni af bók- um og ritum í bankafræðum og að- stoða ritstjóra Bankablaðsins við út- vegun fræðilegra greina um banka- mál, f) að annast reikningshald vegna kostn- aðar við skólahald og stofnkostnað, ef einhver er, g) að gera drög að áætlun um kostnað við skólahald ár hvert, h) að semja skýrslur um skólahald, próf o. fh, i) að annast önnur verkefni, er skóla- nefnd kann að fela honum. 5. Kennarar. Kennarar skulu vera kunnáttumenn, hver á sínu sviði, t. d. deildarstjórar, aðrir starfsmenn banka, eða kennslu- kraftar fengnir utan bankans. BANKABLAÐIÐ 35

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.