Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 41

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 41
Hannes Pálsson, formaður skólanefndar Bankamannaskólans. Gert er ráð fyrir að fjölgað verði í skóla- nefnd, svo einkabankarnir fái fulltrúa í skóla- nefndinni, en jafnframt sé opnaður möguleiki fyrir þátttöku sparisjóðanna í starfsemi skólans. Saga þessa máls er í stuttu máli þessi: Með bréfi dags. 30. maí 1972, skipaði skólanefnd Bankamannaskólans nefnd, til að endurskoða starfsemi Bankamannaskólans og að semja til- lögur til skólanefndarinnar um breytingar á starfsemi skólans. Tillögurnar, ásamt greinar- gerð nefndarinnar voru sendar skólanefna með bréfi dags. 19. sept. 1972. Tillögurnar voru birtar í Bankablaðinu 39. árg., 2.—4. tbl. ’73. Skólanefnd féllst í öllum meginatriðum á niðurstöður nefndarinnar. Sendi skólanefnd til- lögurnar, ásamt skýrslu til stjórnar bankanna og til SÍB, með bréfi dags. 21. mars 1973. En nú er orðið samkomulag um þetta mál og ber að fagna því. Formaður skólanefndar Bankamannaskólans er Hannes Pálsson, að- stoðarbankastjóri Búnaðarbanka íslands, og hefur hann ásamt Gunnlaugi G. Björnsyni, skipulagsstjóra í Útvegsbanka íslands, setið í nefndinni frá stofnun skólans árið 1959. Á al- þingi 1961 var samþykkt allvíðtæk löggjöf um breytta skipan bankamála. Landsbankinn var þá gerður að viðskiptabanka og Seðlabankinn skilinn frá honum að fullu og gerður að sjálf- stæðri stofnun og þjóðarbanka (sbr. lög nr. 10 frá 29. mars 1961). Varð Seðlabankinn þá sjálf- stæður aðili að skólanum og Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri, skipaður fulltrúi hans í skólanefnd. Fulltrúi Landsbankans er nú Ari Guðmundsson, starfsmannastjóri og fulltrúi Sambands íslenskra bankamanna, Benedikt Guðbjartsson, lögfræðingur. V. AÐALNÁMSKEIÐ BANKAMANNA- SKÓLANS FYRIR NÝLIÐA Námskeiðið hófst í október og lýkur því með prófi í desember, en skólanum verður slitið 20. desember í samkomusal Landsbanka íslands, Laugavegi 77. Nemendur á námskeið- inu eru 70. Verður gerð grein fyrir úrslitum prófa síðar í Bankablaðinu. Bankamannaskólinn. Námskeið fyrir útibússtfóra að Sumarhótelinu Bifröst, 15. til 17. ágúst 1977. Benedikt Guðbjartsson, lögfræðingur Landsbanka Islands, flytur fyrirlestur um fjárábyrgðir. BANKABLAÐIÐ 4Í

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.