Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 10

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 10
Aðbúnaður og hollustuhættir (gr. 6.). Ný ákvæði eru um aðbúnað og hollustu- hætti. Vísað er til ákvæða heilbrigðisreglugerð- ar nr. 45/1972 og reglugerðar um húsnæði vinnustaða nr. 225/1975. Þá er vísað til laga um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Reglur þessar hafa verið sendar trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Tryggingar (gr. 7.1.). Almenn ákvæði um tryggingar eru í svipuðu formi og áður, en tryggingarfjárhæðir hækka verulega. Dánarslysabætur eru frá 500 þús. — 2.6 millj., eftir fjölskyldustærð hins látna. Bæt- ur vegna örorku eru 55 þús. fyrir hvert örorku- stig, þó þannig, að hvert örorkustig á bilinu 25—50% verka tvöfalt og hvert örorkustig frá 51—100% verka þrefalt. Tryggingarfjárhæðir þessar eru endurskoðað- ar tvisvar á ári, miðað við breytingar á fram- færsluvísitölu. Ýmis ný ákvæði er að finna um tryggingar, svo sem um tryggingarskilmála, sérstakar ferða- tryggingar, ákvæði um bætur fyrir tjón á persónulegum munum o. fl. Yfirvinna í veikindafjarveru (gr. 7.5.). Ákvæði um greiðslu í veikindum starfsmanna eru óbreytt hvað dagafjölda snertir, nema hvað reglur um starfsaldur geta þar breytt nokkru um, á sama hátt og með orlof. Yfirvinnu- og álagsgreiðslur skal einnig greiða í veikindum. Ef um er að ræða vaktaálag eða fasta yfirvinnu, svo sem fyrir síðdegisvakt- ir, skal þetta greitt frá upphafi veikindanna. Eftir að starfsmaður hefur verið veikur í eina viku, hefjast greiðslur vegna tilfallandi eða óreglulegrar yfirvinnu. Er það reiknað út á þann hátt, að tekið er meðaltal slíkrar yfir- vinnu síðustu 6 mánuðina, áður en til veik- indanna kom. Sérstök ákvæði gilda, ef starfs- maður er óvinnufær af völdum slyss á vinnu- stað eða á leið til og frá vinnu. Barnsburðarfrí (gr. 7.6.). Ákvæði um barnsburðarfrí gilda nú einnig ef kona tekur kjörbarn. Eins og áður, gilda ákvæðin um barnsburðar- frí aðeins um fastráðnar konur, en í sérstakn bókun er sérákvæði um barnsburðarleyfi, þegar kona, sem ekki hefur fengið fastráðningu, fer í barnsburðarfrí. í þeim tilfellum skál hún njóta ekki lakari kjara en á almenna vinnu- markaðinum, þ. e. miðað við reglugerð um greiðslu atvinnubóta í fæðingarorlofi. Vinnuföt (gr. 8.). Ef starfsmaður ber sérstakan einkennisfatn- að vegna starfs síns, skal hann fá hann sér að kostnaðarlausu. Sama gildir, ef sérstök hlífðar- föt eru nauðsynleg, t. d. vinnusloppur. Staðgenglar (gr. 9.1.). Reglur um staðgengla, sem gegna stöðu yfir- manna eru nú rýmri en áður var. Starfsmaður, sem gegnir stöðu yfirmanns, fær nú sömu laun og yfirmaðurinn, ef hann gegnir starfi hans lengur en 5 vikur samfellt eða 7 vikur á hverjum 12 mánuðum. Fullorðinsfræðsla, endurmenntun — endurhæfing (gr. 10.). Ný ákvæði eru í samningnum um fullorðins- fræðslu og endurmenntun, og skal stjórn Banka- mannaskólans hafa forgöngu um námskeið á sem flestum sviðum vegna sérþjálfunar starfs- manna. Þá eru sérstök ákvæði um launalaust leyfi. Gefa skal starfsmanni kost á allt að sex mánaða launalausu leyfi eftir a. m. k. 5 ára starf eftir nánar ákveðnum reglum. Uppsagnarfrestur — reynslutími (gr. 11.2.). Gagnkvæmur uppsagnarfrestur fastráðinna starfsmanna er þrír mánuðir eins og áður var. 10 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.