Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 18

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 18
Mér er sérstaklega minnisstætt, hvað mér fannst þessi ungi maður gefa af sér góðan þokka við fyrstu kynni, og reynsla næstu ára kenndi mér, að það átti ekki einungis við um fyrstu kynni. Það liðu reyndar bæði ár og dagur, þangað til ég komst að því, að þessi ungi maður, sem mér fannst hann vera, svo vel var hann á sig kominn líkamlega, var jafnaldra við mig sjálfan. Hins vegar þurfti ekki langan tíma til þess að komast að raun um það, eftir að Einar hóf störf við Reiknistofu bankanna, að þar fór maður mörgum góðum kostum gæddur, bæði til starfa og stjórnar, svo og annarra mannlegra samskipta. Einar átti við marga og suma erfiða byrjunar- örðugleika að glíma við uppbyggingu reikni- stofunnar. Einn af þeim erfiðleikum var í formi samstarfsnefndar, sem ég átti sæti í, og þessi nefnd var bæði gagnrýnin og kröfuhörð. Við vorum því stundum á öndverðum meiði í skoðunum og rökræddum þar af kappi, og eins og verða vill, höfðu oftast báðir nokkuð til síns máls, þótt stundum gleymdist að gæta þess í hita umræðnanna. En aldrei man ég eftir, að þess fyndi stað, að Einar móðgaðist eða honum sárnaði óbilgirni mín, sem þó var oft meiri en góðu hófi gegndi. Um eitt atriði vorum við hins vegar alltaf sammála. Við vildum báðir veg Reiknistofu bankanna sem mestan, vildum að hún yrði viðurkennd góð þjónustustofnun. Mér fór sem mörgum fleiri, að yfir mig þyrmdi við þá harmafergn, sem barst í júní sl., að Einar Pálsson væri allur og Matthildur, eiginkona hans, lægi milli heims og helju af völdum sama slyss. Mér fannst í svip sem birta sólar missti Ijóma sinn og forsjónin hefði beðið hnekk. Frammi fyrir slíkum harmi, sem kveðinn var að fjölskyldu hans, stendur maður orðvana og skilningssljór í fyrstu. En smám saman bráir af manni. Öll eigum við lífinu þá skuld að gjalda, sem eigi verður greidd nema með dauð- anum. Og við samstarfsmenn Einars heitins í Reiknistofu bankanna, sem daglega finnum, hvernig hann lifir í unnum verkum sínum, gerum okkur þess grein, hve miklu sterkari minningin lifir í hugum hans nánustu. Við færum þeim djúpa samúð okkar. — P. S. 18 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.