Jazzblaðið - 01.12.1950, Page 14

Jazzblaðið - 01.12.1950, Page 14
hljómsveit, og hann er afburða útsetj- ari eins og sýndi sig á síðustu jazz- hljómleikum. „Segðu mér eitt, vildurðu ekki hafa eigin hljómsveit?“ „Vilja ekki allir það? Hvers vegna skyldi ég vera undantekning frá þeirri reglu? Skipun hennar mundi ég hafa eitthvað svipað og Goodman sextettinn. En nú erum við farnir að byggja loft- kastala, og það meira að segja án þess að hafa fjárfestingarleyfi“. „Loftkastala, segirðu. .. .ætlaðir þú ekki einhvern tíma að verða trombón- leikari?“ „Jú, reyndar, og meira að segja er ég að hugsa um að koma fram með trombón í hljómsveit Kristjáns nú í vetur, en segðu engum frá því“. „Steinþegi, steinþegi. — Já, alveg rétt. Hvernig er með Ó.G. tríóið? Er það alveg búið að vera?“ „Ég veit ekki. Hver veit nema að maður reyni að lífga það við bráðum. „Já, fyrir alla muni, það setti áður fyrr sinn svip á Jazzlífið og ég veit að margir sakna þess“. „Hvað finnst þér um hljómlistarlíf bæjarins, sleppum klassíkinni, það eru nógu margir að redda henni“. „Satt að segja finnst mér þetta vera á niðurleið. Þetta er orðið svo einhliða hjá hljóðfæraleikurunum. Að leika í sama húsinu mánuð eftir mánuð, ár eftir ár fyrir nærri sama fólkið, er til að gera hvern mann vitlausan. Ég held, að athuga ætti hugmynd, er einhver var með á prjónunum, að skipta um hljóm- sveitir í húsunum öðru hvoru. Það mundu áreiðanlega allir græða á slíku“. „Og hvað með jazzlífið?“ „Ja, jam-sessionirnar eru gulls í gildi Fyrsta Ó. G. tríóið (1948): Ólafur Gaukur, Ilallur Símonarson og Kristján Magnússon. fyrir hljóðfæraleikarana, en hvað ætli margir af þeim, sem koma til að hlusta viti í rauninni á hvað þeir eru að hlusta. Jazzklúbburinn getur gert mikið, ef rétt er að farið, en það finnst mér ekki eins og er“. „Nú, einmitt ekki?“ „Nei, þessar plötukynningar eru allt of langdregnar. Það er miklu heppilegra að fá þrjá menn til að leika og skýra út sínhvorar þrjár plöturnar, en einn mann til að skýra út níu plötur“. „Máske þú hafir á réttu að standa". „Og svo vantar fleiri erindi, miklu fleiri. Þetta sem við fengum um dag- inn hjá honum, hvað heitir hann?“ „Örn Ævar Markússon“. „Já, hjá honum Erni, um Charlie Parker, það var ágætt, komið þið með fleiri slík“. „Og Jazzblaðið, hvernig vilt þú láta endurbæta það?“ „Að bera saman síðustu heftin og þau fyrstu, spgir manni strax, að blaðið hefur batnað stórkostlega. Náttúrlega FRAMH. á bls. ík- 10 ^azMaíiÍ

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.