Jazzblaðið - 01.12.1950, Page 15

Jazzblaðið - 01.12.1950, Page 15
öito Ei urnó Eftir: CHARLES H. LONG fréttaritara Jazzblaðsins í Englandi. sextettiim Tito Burns fæddist í London í febr. 1921. Hann byrjaði að leika á píanó 12 ára gamall, en tók til við harmonikuna ári síðar. Hann byrjaði fljótt að leika hingað og þangað og eftir að hann hafði unnið „amatör-hljómsveita“ samkeppni „Melody Maker“ með litla hljómsveit, gerði hann hljóðfæraleik að atvinnu. Hann lék fyrst í eigin tríói, en var síðan ráðinn til Don Marino Baretto, þar sem hann var í þrjú ár. Hann lék í nokkrum útvarpsþáttum með Lou Praeger og eins var hann fyrsti harmonikuleikarinn, sem kom fram í hinum fræga útvarpsþætti „Radio Rhythm Club“. Eftir að hafa leikið með tríói sínu á klúbbnum „Potomac", þar sem Harry Parry hljómsveitin var einnig, í-éðst hann aftur til Baretto til að leika inn á nokkrar plötur og var lag eftir Tito eitt þeirra, „Swingin at the Conga“, sem náði miklum vinsældum. 1940 stofnaði hann eigin kvartett með þeim Tommy Pollard á píanó, Syd Raymond á tromm- ur og Charlie Short á bassa. Ári síðar fór hann í flugherinn. í stríðslokin var hann í Indlandi og var hann sendur til útvarpsstöðvarinnar SEAC til að að- stoða Charles Chilton við skipulagningu útvarpsþátta. Hann stofnaði einnig eig- Jn sextett, sem varð kunnur undir nafn- inu SEAC sextettinn undir stjórn Tito Burns. — Þegar hann losnaði úr flug- hernum kom hann aftur heim og kom fram í nokkrum útvarpsþáttum. Hinn skemmtilegi útvarpsþáttur „The Accordian Club“ var settur saman og var upphaflega áætlað, að hafa hann í sex vikur, en vegna vinsældanna var það fært fram um heilt ár. Tito stofnaði sextett sinn sérstaklega fyrir þennan hátt, en eftir fyrstu sex út- sendingarnar breytti hann nokkuð um og fékk m. a. Ray Ellington á tromm- urnar og sem söngvara. Árið 1947 var Tito einn þeirra, er fremstir urðu í kosningum „Melody Maker“ um vinsæl- ustu ensku hljóðfæraleikarana. Þegar „Accordian Club“ hætti, lék hljómsveit- in um skeið í „Variety“ og ferðaðist síðan um landið, þar sem hinir mörgu aðdáendur hljómsveitarinnar frá út- varpsþættinum fengu að heyi’a í henni í eigin persónu. Í útvarpsþáttunum hafði Tito lagt mesta áherzlu á, að leika Be-bop, en það var rólegt bop, enginn gauragang- ur og hávaði. Þegar hann lék fyrir dansi, varð hann að leika meira af dæg- urlögum, verzlunarmúsik — og sýndi þar, að hann var með engu verri dans- en jazzhljómsveit. FRAMH. á bls. U. $azzíUiÍ 11

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.