Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 15
öito Ei urnó Eftir: CHARLES H. LONG fréttaritara Jazzblaðsins í Englandi. sextettiim Tito Burns fæddist í London í febr. 1921. Hann byrjaði að leika á píanó 12 ára gamall, en tók til við harmonikuna ári síðar. Hann byrjaði fljótt að leika hingað og þangað og eftir að hann hafði unnið „amatör-hljómsveita“ samkeppni „Melody Maker“ með litla hljómsveit, gerði hann hljóðfæraleik að atvinnu. Hann lék fyrst í eigin tríói, en var síðan ráðinn til Don Marino Baretto, þar sem hann var í þrjú ár. Hann lék í nokkrum útvarpsþáttum með Lou Praeger og eins var hann fyrsti harmonikuleikarinn, sem kom fram í hinum fræga útvarpsþætti „Radio Rhythm Club“. Eftir að hafa leikið með tríói sínu á klúbbnum „Potomac", þar sem Harry Parry hljómsveitin var einnig, í-éðst hann aftur til Baretto til að leika inn á nokkrar plötur og var lag eftir Tito eitt þeirra, „Swingin at the Conga“, sem náði miklum vinsældum. 1940 stofnaði hann eigin kvartett með þeim Tommy Pollard á píanó, Syd Raymond á tromm- ur og Charlie Short á bassa. Ári síðar fór hann í flugherinn. í stríðslokin var hann í Indlandi og var hann sendur til útvarpsstöðvarinnar SEAC til að að- stoða Charles Chilton við skipulagningu útvarpsþátta. Hann stofnaði einnig eig- Jn sextett, sem varð kunnur undir nafn- inu SEAC sextettinn undir stjórn Tito Burns. — Þegar hann losnaði úr flug- hernum kom hann aftur heim og kom fram í nokkrum útvarpsþáttum. Hinn skemmtilegi útvarpsþáttur „The Accordian Club“ var settur saman og var upphaflega áætlað, að hafa hann í sex vikur, en vegna vinsældanna var það fært fram um heilt ár. Tito stofnaði sextett sinn sérstaklega fyrir þennan hátt, en eftir fyrstu sex út- sendingarnar breytti hann nokkuð um og fékk m. a. Ray Ellington á tromm- urnar og sem söngvara. Árið 1947 var Tito einn þeirra, er fremstir urðu í kosningum „Melody Maker“ um vinsæl- ustu ensku hljóðfæraleikarana. Þegar „Accordian Club“ hætti, lék hljómsveit- in um skeið í „Variety“ og ferðaðist síðan um landið, þar sem hinir mörgu aðdáendur hljómsveitarinnar frá út- varpsþættinum fengu að heyi’a í henni í eigin persónu. Í útvarpsþáttunum hafði Tito lagt mesta áherzlu á, að leika Be-bop, en það var rólegt bop, enginn gauragang- ur og hávaði. Þegar hann lék fyrir dansi, varð hann að leika meira af dæg- urlögum, verzlunarmúsik — og sýndi þar, að hann var með engu verri dans- en jazzhljómsveit. FRAMH. á bls. U. $azzíUiÍ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.