Jazzblaðið - 01.12.1950, Page 19

Jazzblaðið - 01.12.1950, Page 19
Hctukur Morthens segir frá Englandsferð. — Söng í BBC Haukur Morthens er nýkominn heim eftir að hafa dvalið í London í nokkrar vikur. Hann fór aðallega til að skemmta sér, en lét hins vegar ekkert tækifæri ónotað til að heyra góða músík og afla sér fræðslu. Blaðið hitti hann að máli og bað hann að segja eitthvað frá músíklífinu í London, og sagði hann m. a.: — Músíklífið er fremur dauft sem stendur, og vakti þetta athygli mína hvar sem ég kom. Ég komst í kynni við hinn fræga hljómsveitarstjóra Ted Heath, og var það eitt af því fyrsta, sem hann sagði við mig, að útlitið væri slæmt. Hann hefur sennilega haldið, að ætlaði að biðja hann um vinnu með hljómsveitinni. — Þú hefur heyrt í hljómsveitinni, var það ekki? — Jú, ég hlustaði tvisvar sinnum á þá. Þeir halda mánaðarlega hljómleika í Palladíum i London. Þar koma einnig fram aðrir skemmtikraftar, jafnvel gamanleikarar, og nefnast hljómleikar þessir þó „Swing Session". Á seinni hljómleikunum heyrði ég í Svend As- musen kvintettinum, en þeir eru á hljómleikaferðalagi í Englandi um þess- ar mundir. — Hvernig voru þeir? — Reglulega skemmtilegir. Samt gerðu þeir ekki mikið að því að leika jazz, heldur lögðu þeir meii’a upp úr gríninu, og get ég ekki hugsað mér, að neinum takist það betur en þeim. — Nokkrar aðrar hljómsveitir, sem þú heyrðir í? — Ray Ellington, Tito Burns, Johnny Dankworth og svo náttúrlega margar danshljómsveitir. — Þetta eru þrjár fremstu jazz- hljómsveitirnar, það hefur verið mjög skemmtilegt að hlusta á þær? — Að vísu var það skemmtilegt, en þótt ótrúlegt megi virðast, þá heyrði ég þá varla leika jazzlag. Þeir léku allir fyrir dansi og urðu að þrælast á dægui’- lögum. Meira að segja er Tito Burns að mestu leyti hættur við jazzinn — í bili þó. * — Hvernig var það, þegar þú söngst í BBC, hvaða þáttur var þetta? — Þátturinn heitir „Anything to declare“, og byggist hann aðallega á því, að útlendingar koma þar fram og segja frá högum sínum og hvers vegna þeir eru staddir í Englandi. Hafi þeir yfir einhverjum hæfileikum að ráða, ég meina — séu þeir leikarar, söngvarar eða eitthvað slíkt, þá spreyta þeir sig við eitthvað á þeim grundvelli í þættin- um. — Þú söngst nokkur lög, ekki satt? — Jú, ég söng tvö lög eftir Oliver Guðmundsson, „Góða nótt“ og „Nætur- kyrrð“, en fyrst flutti ég örlítinn fyrir- lestur um ísland, eða öllu heldur svar- aði spurningum. — Nú, hvernig var það? — Ja, ég sagði þeim frá hitaveit- unni, eins og flestir gera, þegar þeir 3azzLLU 15

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.