Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 34

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 34
Jazzlíf í Þýzkalandi Eftir Dr. Dietrich Schulz-Köhn Hér fer á eftir fyrsta greinin eftir Dr. Dietrich Schulz-Köhn, sem hann skrifar fyrir Jazzblað;ð. Dr. Schulz-Köhn er einn fremsti jazzgagnrýnandi í Evrópu og hefur í fjölda ára skrifað greinar um jazzmúsík í tímarit viðs • vegar um heim. Hann er nú framkvæmdastjóri fyrir plötufyrirtæki í Hannover, og einnig sér hann um vinsælan útvarpsþátt, er nefnist „Jazz Almanach". — Dr. Schulz-Köhn hefur unnið manna mest og ötullegast að útbreiðslu og kynningu jazzins í Þýzkalandi. Hann er í hópi fróðustu manna í heiminum um jazz, og er blaðinu sönn ánægja að geta birt lesendum sínum greinar eftir þenna merka mann. Ritsj. Það var mér sérstakt gleðiefni, að skrifa greinar fyrir Jazzblaðið, þegar ritstjóri þess fór fram á slíkt við mig. Ég hefi farið gaumgæfilega gegnum þau hefti blaðsins, er hann hefur sent mér og ég fylltist afbrýðisemi, því að við höfum ekkert í þessa áttina hér í Þýzkalandi. Það hafði verið í undirbún- ingi að gefa út jazztímarit í Þýzkalandi, því að það er stórkostleg vöntun á því. En ef til vill ber mér að líta enn þá lengra aftur, því aðstæðurnar hér hafa verið öðru vísi en alls staðar annars staðar. Fram til 1930 eða þar um kom tals- vert af erlendum jazzleikurum, m. a. Tommie Landnier. Danshljómsveit Paul Whiteman kom einnig og eins Jack Hylton hljómsveitin. Þegar jazz-hreyfingunni fór að vaxa fiskur um hrygg með stofnun klúbba, útbreiðslu jazzrita, platna og útvarps- þátta, þá kom nazisminn til sögunnar og jazzinum gert erfitt fyrir. Jazzunn- endur lögðu þó ekki árar í bát, heldur mynduðu leynisamtök með sér. Ég var við nám um þetta leyti, en var nýkominn frá Englandi, þar sem ég hafði hevrt í Louis Armstrong og fleirum, og kom ég til baka hlaðinn plötum. Árið 1935 sá ég ,um val á fyrsta flokks jazzplöt- um, sem gefnar voru út í Þýzkalandi með Teddy Wilson og fleirum amerísk- um listamönnum. Ári síðar var ég í Frakklandi og aðstoðaði Charles Del- auny lítilsháttar við hina frægu bók hans „Hot Discography“, þar kynntist ég einnig Hughues Panassié. í síðari heimsstyrjöldinni keyptu margir þýzkir hermenn jazzplötur er- lendis og þó að allur jazz væri bannað- ur í þýzku útvarpi, þá gat oft að heyra jazz í útvarpssendingum, sem notaðar voru af andstæðingunum til áróðurs og var þá mikið um amerískar hljómsv. Mér er ekki vel kunnugt um hvernig ástandið var fyrst eftir stríðið, því að ég var tekinn til fanga. En mér bárust blöð, þar sem ritað var um jazz og nöfn eins og Bunk Johnson og Buddy Bolden voru í fyrsta sinni í þýzku blaði. Þegar ég kom aftur, komst ég að raun um, að æskan var tvískipt, annars vegar voru þeir, er helguðu sig jazzinum og hins vegar þeir, sem hötuðu hann. Fyrst og fremst vegna þess hugsunarháttar, er þeim hafði verið innrættur með naz- ismanum, og hins vegar vegna þess, að þetta var tónlist sigurvegaranna. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.