Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 5

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 5
SlNDRl Fituherðsla. EFTIR TRAUSTA ÓlAFSSON, EFNAFRÆDING. Yfirlit. Höfundur lýsir ýmsum aðferðum til fituherðslu og skýrir nokkuð frá tilraunum sfnum í þá átt. Af fljótandi fituefnum er til gnægð, og er ávinningur að gera þau föst með því að þrýsta vatnsefni gegnum feitina, sem verður að vera vel hreinsuð og blönduð „katalysator“ og hæfilega heit. Þannig verkaða feiti má nota m. a. til sápugerðar og, sje hún vel hreinsuð, til smjörlíkisgerðar. Ennfremur má vinna úr henni sterin og glycerin. RITST]. Fituherðsla er í því fólgin að breyta fljótandi fituefnum í föst. Er ekki að undra, þó menn hafi viljað reyna það, þar sem svo mikið er hægt að framleiða af fljótandi fituefnum, bæði úr dýra- og jurtaríkinu, að tæplega er markaður fyrir það alt, en á hinn bóginn tálsverður markaður fyrir fasta feiti, sem jafnframt er í svo háu verði, að kostnaður sá, sem er við þessa ummyndun, fyllilega vinst upp. Efnafræðingarnir hafa hjer lagt grundvöllinn, því þeir hafa, með því að rannsaka samsetningu og byggingu fituefnanna, getað sagt, hvaða sam- band var á milli hinna fljótandi og föstu, og ennfremur að teoretiskt var mögulegt að gera fljótandi feiti fasta á efna- fræðilegan hátt. En ekki var Iátið þar við sitja. Það var tekið til að rannsaka, hvernig þetta reyndist í veruleikanum, og ár- angurinn varð sá, að nú er þetta gert víða um heim í stórum stíl, þótt örðugleikarnir að sönnu væru margir. Það virðist í fljótu bragði eðlilegt, að þau fituefni, sem eru bráðin við venjulegan hita, sjeu öðruvísi að samsetningu en þau, sem föst eru, en eigi þarf svo að vera, þó það sje að Erindi flutt í IðnfræDafjelagi íslands 28. apríl 1922.

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.