Sindri - 01.10.1922, Side 23

Sindri - 01.10.1922, Side 23
SINDRI STEINSTEVPA 125 til þess þurfa alldýr mót. Þá er það mikill ókostur hve erfitt er að fá samskeyti steinanna vatnsheld og trygg, því skilrúmin eru svo þunn og steinlím tollir illa á þeim, vill fara ofan í holrúmin og fylla þau að meira eða minna leyti. Lakast er þó, að hlýindin aukast fremur lítið við slík holrúm: nálægt 10—15 °/o við eitt vandað hol. Það þarf eftir sem áður að fóðra vegginn ef hann á að verða vel hlýr. Að öllu samtöldu borgar það sig ekki ætíð að gera holrúm í útveggi til hlý- inda, en þó eru þau til bóta og vörn gegn vatni. Aftur geta einfaldir holsteinar komið að góðu gagni í innveggi, ef kostur er á góðu móti. . 33. mynd. Holsteinar. Ollum holsteinamótum fylgir nákvæm forsögn og er hjer því slept að gera nánar grein fyrir holsteinasteypu. Menn ættu að varast að kaupa mót eða leigja án þess að ráðfæra sig við sjerfróðan mann, t. d. húsameistára ríkisins. Mót og botn- fjalir eru best komin í eigu búnaðarfjelaga. 2. HLEÐSLA VEOG]A ÚR STEYPUSTEINUM. Hún er engan veginn vandalaust verk, sjerstaklega ef um útveggi er að ræða, sem ekki eru sljettaðir og þurfa þó að vera algerlega vatnsheldir. Auk þess sem veggurinn þarf að verða nákvæmlega beinn og lóðrjettur, þurfa öll samskeyti að vera algerlega full af steinlími svo hvergi verði hin minsta smuga skilin eftir. Þetta er sæmilega auðvelt með lárjettu samskeytin, því steinninn, sem lagður er ofan á, legst vegna þungans niður í límið, aftur miklu erfiðara með fallbeinu sam- skeytin við enda steinanna. Vissasti vegurinn til þess að fá endasamskeytin þjett er að gera steinana með ríflegri skor í endann, svo sem sýnt er á A og B á 33. mynd. Þá verður

x

Sindri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.