Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 34

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 34
136 Iðnfræðafjelag íslands SINDRI FUNDAH0LD 1921 — 1922. 1. fundur var haldinn 27. nóvember 1921. Qísli Quðmundsson sagði frá utanför sinni og iðnfræðanýjungum, er hann hafði kynst í henni. 2. fundur var haldinn 18. desember. Þ. Þ. Clementz vjelfræðingur flutti erindi um fisliþurkunarhús. 3. fundur var haldinn 22. janúar 1922. 1. Otto B. Arnar flutti erindi um tímamót í framþróun loftskeytafræðinnar. 2. Guðm. Finnbogason pró- fessor flutti erindi um verklegar uppeldisstofnanir. 4. fundur var haldinn 20. febrúar og var samfundur I. F. {., Útgerðar- mannafjelagsins og Fishiþingsins, út af stofnun leiðbeiningarstofu fyrir innlendan iðnað. Til máls tóhu: Steingr. jjónsson rafmagnsstjóri, frum- mælandi; Guðm. Finnbogason prófessor; Jón Bergsveinsson, forseti Fiski- fjelagsins; Jón Ólafsson framkvæmdastjóri; Ólafur Thors framkvæmda- stjóri; Jóhann Fr. Kristjánsson byggingameistari — sumir oftar en einu sinni. Svo hljóðandi tillaga frá stjórn I. F. í. var samþykt í einu hljóði: „Sameiginlegur fundur Fjelags íslenskra botnvörpuskipaeigenda, Fiskifje- lags íslands og Iðnfræðafjelagsins ályktar, að stofnun rannsóknar- og Ieiðbeiningarstofu sje mjög nauðsynleg og líkleg til að geta unnið Iands- mönnum það mikið gagn, að kostnaður við hana verði hverfandi. Fund- urinn skorar á fjelögin og þingið að taka málið fil athugunar og tilnefna menn í nefnd til áframhalds undirbúningi þess". Ennfremur svo hljóðandi tillaga frá fundarstjóra (Ól. Thors): „Fundurinn skorar á Fjelag íslenskra botnvörpuskipaeigenda og Fiskiþing íslands að tilnefna hvort einn mann í nefnd með prófessor Quðm. Finnbogasyni, til þess að rannsaka vinnu- brögð við meðferð fiskjar 5. fundur var haldinn 26. febrúar. Framhaldsumræður um Ieiðbeining- arstofuna. Af hálfu Iðnfræðafjelagsins voru kosnir í nefndina Quðm. Finn- bogason prófessor og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. 6. fundur var haldinn 28. apríl. Trausti Ólafsson efnafræðingur flutti erindi um fituherðslu. 7. fundur var haldinn 2. maí. 1. Stjórnin skýrði frá gjörðum sínum í verðlaunaritgerðamálinu. 2. Stjórnin skýrði frá, að stjórn Iðnaðarmanna- fjelags Reykjavíkur vildi f. h. fjelagsins gjörast meðeigandi í SINDRA og skýrði frá boði sínu þar að lútandi, sem var samþykt. 8. fundur var haldinn 11. október til undirbúnings aðalfundinum. 1. Formaður var kosinn Helgi H. Eiríksson. 2. Eggert V. Briem hóf máls á þeirri nýbreytni, að á fundum fjelagsins yrðu leyfðar, að minsta kosti við og við, óbundnar umræður. Tóku fundarmenn því vel, og var málinu vísað til stjórnarinnar, til athugunar.

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.