Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 14

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 14
116 TÍTANHVÍTA SINDRI Það er þó talið líklegt, að títanhvítuna megi nota við glertilbúning, enn fremur við gummi- og linoleumiðnað o. fl. Til þess að gefa hugmynd um, hvaða fjárhagslega þýðingu slíkur iðn- aður getur haft, nægir að benda á það, að árlega er framleitt um 300 þús. tonn af hvoru, blýhvítu og sinkhvítu, sem til samans eru ca. 300 miljón króna virði. T. O Miðlungsmaðurinn. Miðlungsmanninum farnast best á aila lund. Það eru meiri líkur til að hann verði ánægður en sá sem fram úr skarar, en að því keppum vjer allir, að verða ánægðir. Allir snillingar eiga erfilt. Allar tegundir gáfna ríða í bága við líkur manna til þess að geta orðið ánægðir. Astæðan er sú, að allar óvenjulegar gáfur leitast við að raska jafn- vægi lundareinkennanna, en hamingja er árangurinn af jafnri niðurröðun hæfileikanna. Það er eitthvað bogið við flesta snillinga. Móðir, ef barnið yðar er eins og fólk er flest, heilbrigt og án áberandi gáfna, þá gleðjist og verið mjög ánægðar, þá eru ekki nærri eins miklar líkur til að það fari í hundana. Það eru miklu meiri líkur til að það lifi heiðarlegu lífi og deyji svo, að afloknu vel unnu dagsverki. Við dáumst að og öfundum sjerstaka menn, svo sem auðkýfinga, fiðlu- og píanosnillinga, fræga söngvara, leikhússtjörnur, þekta rithöfunda, ræðu- menn, listamenn, fræga lækna, skáid og töfranienn. En þannig eru nú þeir sem heiminum eru til ánægju, og þessir vesalingar eru venjulega sjálfum sjer tii skapraunar. Það er miklu betra að vera miðlungsmaður og njóta þess stórgáfaða, en að vera sjálfur stórgáfaður. Miðlungsmaðurinn er siðsamur. Hann lýgur ekki, stelur ekki og girnist ekki konu náunga síns, það er afburðamaðurinn sem er glæpamaðurinn. Ella mundu Iögbrjótarnir loka lagaverðina inni í fangelsum. Miðlungsmaðurinn er heilvita. Ella væri þeim heilvitru komið fyrir á geðveikrahælum. Það er miðlungskvenmaðurinn, sem þvær diskana, sópar gólfin og ræstir herbergin. Flestir skömmumst við okkar fyrir að vera miðlungsmenn. Flestir erum við kjánar. Við ættum heldur að vera hreyknir af því.

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.