Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 8

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 8
110 FITUHERÐSLA SINDRI ssni er sjaldgæfur og þess vegna dýr málmur, verkar við ca. 90°. Mikla þýðingu hefir það, að tengirinn sje sem fíngerð- astur. Það mundi ekki þýða neitt að taka nikkel eða nikkel- sýring og setja í þá bestu kvörn, sem unt væri að fá. Það verður að fara ýmsar efnafræðilegar leiðir, sem ekki er unt að rekja hjer. Við tilraunir, sem jeg gerði, meðan jeg var við nám í Kaup- mannahöfn, fjekk jeg gott tækifæri til þess að sjá, hvaða þýð- ingu tengirinn hefir. Jeg bjó fyrst til tengi eftir því, sem áður hafði verið gert þar við skólann, en hvernig sem á því stóð, þá tókst það illa. Jeg reyndi fyrst að herða soyaolíu, og þegar jeg var búinn að herða í 8 stundir, var bræðslumarkið komið upp í 35° C. En þetta var alt of langur tími til þess, að við það væri unandi. Gat jeg ekki kent öðru um en því, hvað tengirinn (nikkelduft) var grófur og vildi setjast á botninn, þegar olían hitnaði. Ahaldið, sem jeg notaði, var úr gleri, tók 160—200 gr af olíu og var hitað upp í olíubaði ca. 200°. Tengirinn var hrærður saman við olíuna og vetni þrýst upp í gegnum. Jeg reyndi nú að búa til tengi á annan hátt og tókst það svo vel, að með honum gat jeg hert sömu olíu á 2 tímum og fjekk þá bræðslumarkið upp í 47° með aðeins 0,2% af nikkel; áður hafði jeg notað 0,5%. Mjer var sagt, að í verk- smiðju, sem er í Höfn, væri þessi olía hert í ca. 1% tíma, en jeg efast um, að þar hafi menn kært sig um að herða feitina jafnmikið og jeg gerði. Með þessum tengi herti jeg einnig ricinusolíu (venjulega laxerolíu) á 3 tímum, hreinsað sellýsi á 4 tímum, óhreinsað sellýsi á 6 tímum og loks gamalt og ramþrátt hákarlslýsi á 9 tímum. Bræðslumark þess var þó ekki orðið hærra en 35°. Þessar tilraunir sýndu, hvaða munur getur verið á því að herða mismunandi feititegundir, enda þótt þær sjeu jafnvel hreinsaðar og bindi jafnmikið vetni. Ennfremur sjest það á sellýsinu, hvaða þýðingu hreinsunin hefir. Þau efni, sem ávalt eru í lýsi og hafa talsverð skaðleg áhrif, eru óbundnar feitar sýrur. En þær myndast einkum, þegar lýsið, eða hvaða feiti sem er, eldist og þá einkum við illa

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.