Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 27

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 27
SINDRI STEINSTEYPA 129 síður. Er auðveldast að bika þannig hæfilega langa spíturenn- inga og saga svo af þeim eftir þörfum. Sje pappi notaður er hyggilegast að hafa plötuna svo langa, að brjóta megi yst upp á hana og tylla henni með litlum nagla á rjettum stað í mótið. Hún getur þá ekki skotist til og horfið í steypuna. Sje nagl- inn mjög gildur má hafa pappann tvöfaldan. 2) Þar sem ekki hefir verið sjeð á þennan hátt fyrir nagl- festu verður að bora göt í steypuna. Er það gert með breið- eggjuðum, hæfilega stórum stálbor. Með hamri er slegið á enda borsins og honum jafnframt snúið á ýmsa vegu. Síðan er tegldur spítutappi, sem passi í gatið, og hann notaður til þess að reka naglann í. Ekki er laust við að slíkir tappar vilji losna með tímanum. Miklu betri eru einskonar skrúf- naglar, sem eru til þess gerðir að festa í slíkum götum og gefa óbilandi hald, en ekki hafa þeir verið hjer til í verslunum. 6. SAMSKEYTINQ ]ÁRNA í STEYPU. Ef járn þau, sem lögð eru í járnbenta steypu, eru of stutt, má lengja þau á einfaldan hátt: járnin eru lögð á misvíxl sem svarar 15—20 sm. og grönnum járnvír vafið um þau svo hvort liggi að öðru. Steypan kveykir þau svo saman. Þá má og beygja lykkju eða krók á endana og krækja þeim saman. 7. ÞAKHELLUR. Víða erlendis eru steyptar þakhellur mikið notaðar. Þær eru þunnar, ljettar, fremur stökkar, yfirborðið með laglegum bárum og samskeytin greypt saman. Hellurnar hvíla á þjettum, grönn- um langböndum og er venjulega stallur eða nef á innfleti hell- unnar, sem gengur upp fyrir langbandið og skorðar hana. Slík þök eru ódýr en verða að standa ber að innan svo gera megi við þakið, því ekki þolir það að gengið sje á því að utan. Vfir- borð hellnanna má lita ýmislega en sjaldnast er sá litur hald- góður, svo oftast svarar hann illa kostnaði. Hellur þessar eru Qerðar í sjerstökum mótum og járnplötur hafðar undir í mót- mu. Ef hellurnar eru vel gerðar leka þær ekki. Það gæti komið til tals að nota hjer slíkar hellur á hlöður °g útihús, þar sem geymsla ein er á lofti, og er þessa því

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.