Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 13

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 13
SlNDRl TÍTANHVÍTA 115 Það var á árunum 1908 og 1909, að norskur háskólakennari var að rannsaka, hvaða leið væri til þess að færa sjer í nyt hinar auðugu títan- nánuir Norðmanna, og uppgötvaði hann þá hina ágætu eiginleika títan- járnsins til málningar. Síðan hafa norskir verkfræðingar og vísindamenn lagt hið mesta kapp á að vinna fyrsta flokks málningarduft úr þessu efni, og árið 1919 var svo góður grundvöllur fenginn, að hægt var að reisa fyrstu verksmiðjuna. Aðaldrættirnir í lilbúningnum eru þessir: Hráefnið er flutt til hafnar á járnbraut, og mestur hlutinn af járnoxydinu skilinn frá, svo að inni- haldið af títanoxydi er rúmlega 40°/o. Þaðan er svo fluti sjóleiðis til verk- smiðjunnar, sem er reist í Fredrikstad. Þar er þurkað og malað vandlega og síðan blandað með sterkri brennisteinssýru og hitað. Við það leysist titanjárnið í sundur, og brennisteinssýran gengur í samband bæði við járn og títan. Þegar efnabreytingin er um garð gengin, og blandan kolnuð og orðin að harðri köku er mulið í gaddamyllu (Desintegrafor) og Ieyst í vatni. Ef upplausnin er hituð, gengur titanið úr efnasambandinu og fellur til botns, sem títansýra, en eftir verður í upplausn járn og brennisteins- sýra. Títansýran er þvegin vel með vatni og síðan glóðhituð í ofnum af líkri gerð og notaðir eru til sementbrenslu. Við það fer alt vatnið burt og títansýran verður krystalkend. Ur ofninum kemur hún í linum köggl- um, sem auðvelt er að mala. Til þess að fá efnið sem fingerðast og jafn- ast er einnig notaður loftstraumur. Verksmiðjan getur unnið á ári 3000 tonn af titanhvítu úr 8000 tonnum af titnajárni. Aðalkostir titanhvítunnar eru haldgæði hennar og sterki litur. Hún þolir meðal annars brennisteinssýru og brennisteinsvatnsefni, enn fremur saltvatn. Blýhvítan hefir hingað til verið talin besti hvíti liturinn, en hún hefir þann mikia ókost að vera eitruð. 1 mörgum löndum er hún algerlega bönnuð, í öðrum er hún að eins leyfð utanhúss. Blýhvítan er mest notuð í Ameríku og Englandi. Hún verður svört af brennisteinsvatnsefni og þolir illa sýrur. I Evrópu er sinkhvítan aðalega notuð. Hún gefur fallegri lit en blýhvíta og er ósaknæm, auk þess er auðveldara að mála með henni, en hún stendur blýhvítunni að baki, að því er snertir haldgæði og litmagn, Titanhvítan er algerlega ósaknæm, og hún gefur sterkari lit en blýhvíta og sínkhvíta. Norskur háskólakennari, að nafni Goldschmidf, hefir komist að raun um, að litstyrkleikinn er meðal annars háður ljósbrotinu, og því meiri munur sem er á ljósbroti málningarduftsins og olíunnar, sem notuð er í málninguna, því sterkari er lifurina. Sje brottala (Brydningsexponent) linoliu sett = 1, verður hún fyrir sinkhvítu 1,34, blýhvítu 1,36 og títan- hvítu 1,7—1,8. í þessu liggja aðallega yfirburðir títanhvítunnar, hvað lit- styrkleika snertir. lðnaður þessi er á byrjunarstigi, og það er ekki gott að segja, hvaða þýðingu hann kann að hafa í framtíðinni fyrir ýmsar aðrar iðnaðargreinir.

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.