Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 7

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 7
SINDRl FITUHERÐSLA 109 auðsætt, að feitin bindur jafnmargar frumeindir af vetni og joði. ]eg gat þess, að örðugleikarnir við herðsluna væru margir. Oftlega kemur það fyrir, að til þess að fá efnabreytingar til að gerast þarf lítið eitt af einu eða öðru efni, sem verið getur að eigi taki neinn beinan þátt í efnabreytingunni og að minsta kosti eyðist ekki, nema að því leyti sem óhjákvæmilegt er, að eitthvað farist í meðferðinni. Ahrifum þessara efna mætti líkja við áhrif þau, sem smurningsolía venjulega hefir á stirða vjel. Þau eru nokkurskonar smurningsolía, sem nauðsynleg er til þess, að efnabreytingin geti gengið liðugt. Þesskonar efni er nefnt »katalysator«, sem á íslensku mætti, til bráðabirgða að minsta kosti, kalla »tengi«. Tengjarnir eru nú farnir að hafa geysimikla þýðingu í ýmsum iðnaðargreinum. T. d. má geta þess, að við tilbúning á saltpjetursýru, eftir Habers að- ferð, er einmitt notaður tengir. Og til dæmis um, að ekki er ávalt hlaupið að því að fá brúklegan tengi, nægir að benda á það, að á seinustu árum hefir verið unnið að því á »Poly- teknisk Læreanstalt« í Kaupmannahöfn að finna Habers-tengi, en mjer er ekki kunnugt um, að neinn árangur sje orðinn. Það er mjög hentugt, að það þarf sáralítið af þessum efnum, en á hinn bóginn eru þau mjög næm fyrir ytri áhrifum. Það er mesti fjöldi efna, sem verkar á þau eins og eitur á mann- legan líkama og gerir þau algerlega óvirk. Við olíuherðsluna er nú einmitt notaður slíkur tengir (tengir saman vetnið og feitina). Mest er notað nikkel eða nikkelsýr- ingur (nikkeloxyd), og eru auðvitað komnar upp margar að- ferðir til þess að búa til þenna tengi, sem í raun og veru alt er undir komið. Kemur þar bæði til greina tilbúningurinn og eins það að verja hann fyrir áhrifum þeirra efna, sein gera hann óvirkan. Það, sem maður í fyrsta lagi verður að krefjast af góðum tengi, er það, að hann valdi hraðri efnabreytingu og sje ekki næmur fyrir áhrifum annara efna. Ennfremur hefir það þýð- ingu, að hann verki við lágan hita, því við háan hita er hætt við, að feitin, sem herða á, klofni sundur. Tengir, sem inni- heldur nikkel, verkar lítt við lægri hita en 160° C. Palladium,

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.