Stundin - 01.08.1940, Síða 27
STUNDIN
27
Mrs. Malcolm Davis, kona
gæzlumannsins við Zoological
Park, Washington, heldur hér
á tveimur hjarndýrahvoipum,
sem voru með í dýrasafni,
sem hún og maður hennar
komu með frá Antarctica og
Suður-Ameriku.
9 RAÐ VIÐ SVEFNLEYSI.
1. Drekkið glas af mjólk —
helzt heita mjólk eða ef að
þér eruð ekki bindindismað'ur,
er gott að drekka eitt glas af
sherry áður en þér gangið til
hvílu.
2. Standið við opinn glugga
í nokkrar mínútur og dragið
andann djúpt. Strax og þér
finnið til kulda skuluð þér
fara aftur upp í rúm. Ilurinn
úr sængu.rfötunum mun svæfa
yður.
3. Starið á einhvern hlut,
sem er skær eða gljáandi á
litinn: stjörnu, luktarljós eða
einhvern glampandi málm-
hlut. Þegar augun þreytast
og lokast skuluð þið opna þau
nokkrum sinnum, en áður en
langt um líður verðið þér kom
inn í fasta svefn.
4. Gott er að leggja sig
þannig að hver vöðvi hvílist,
teygja úr sér á ýmsa vegu og
geispa uppgerðargeispa ef
það ekki tekst með öðru móti.
Með því að geispa uppgerðar-
geispa er maður farinn að
geispa eðlilega eftir stutta
stund.
5. Hugsið yður, að þér séuð
nicur kominn á einhvern ró-
legasta stað, sem þér þekkið,
t.. d. grösugan fjallstind eða
úti við sjó. Gott er að látast
leigja á mosavöxnum árbakka
um sumar.
6. Segið við sjálfa yður:
Þú getur ekki sofiol, svo það
er eins gott fyrir þig að fara
á fætur. Þá skuluð þér loka
glugganum, kveikja ljós, fara
í slopp og setja upp gleraugu
(ef þér notið gleraugu). Hugs
unin um þetta mun gefa yður
löngun til að vera kyrr í rúm-
inu, og gera yður syfjaðan í
tiibót.
7. Munið, að enda þótt þér
getið ekki sofið, þá eruð þér
að hvílast, þér hafið marga
klukkutíma til að hugsa um
gamlar endurminningar og
marga aðra hluti, sem þér
aldrei hafið tíma til að hugsa
um á daginn. En þess verður
ekki langt að bíða, að allar
hagsanir renna út í einn
draum.
S. Gott er að fara með vís-
ur eða hugsa um eitthvert
fallegt lag, eða reyna að
srafa eitthvert orð aftur á
bak.
9. Ef þér viljið sofa vel og
lengi, þá er bezt að sofna
með sígarettu í munninum,
það er bezta svefnmeðal, sem
tií er. Veriði getur að þér sof-
i* þá til eilífðar, og nokkrar
líkur eru fyrir því, að það
þurfi ekki að hafa fyrir að
jarða yður, ef húsið brennur
til grunna!!