Stundin - 01.08.1940, Qupperneq 42

Stundin - 01.08.1940, Qupperneq 42
42 STUNDIN eiga núna, hugsaði ég og flýtti mér að af- greiða viðskiptavinina. Hann þokaðist smám saman að búðarborðinu, studdi hnúa vinstri handar á fáða glerplötuna. en hægri höndin lyftist sjálfkrafa upp að frollunni. — Komið þér nú sælir, sagði hann brosandi. — Sælir, sagði ég þurrlega, því að ég kærði mig ekkert um að láta húsbónda minn sjá, að ég væri i kynnum við svona kauða. — Þér kannist við mig, sagði hann og bar sig mannalega. — Nei, ekki man ég til þess, sagði ég. Hann horfði forviða á mig og brosið hvarf af andlitinu..— Pað var upp á þetta þarna, stamaði hann og benti upp í loftið. — Æ, það voruð þér, sem báðuð mig að taka frá skrautkerið.... — Já, sagði hann og brosið lifnaði á ný kringum augnakrókana. Er búið að selja ... .? Hann lauk ekki við selninguna, en starði eftirvæntingarfullur upp í hillurn- ar. — Nei, en ég hef neitað mönnum um það hvað eftir annað. Ég sé mér ekki fært að halda lengur í það. Ætlið þér að fá það núna? — Já, sagði hann. Ég ætla sko að fá það núna. T5að var sigurhreimur í röddinni, eins og hann hefði unnið stórkostlegt afrek. Hann tók gamla buddu upp úr vasanum og fór að grúska i henni. Ég sá að hann hafði hring á hægri hendi, auðvitað var hann giftur, — og mér datt i hug, að hon- um væri nær að verða sér úti um gervi- lennur handa konunni eða kaupa skó á börnin. — Kerið kostar þrjátíu og fimm krón- ur. sagði ég höstugur. Hann játti því annarshugar og kepplist við að telja frám peningana sína. Hann lagði þriá seðla á elerplötuna og því næst fiórar krónur. Siðan komu tieyringar. fimmeyringar, Iveggjeyringar og aragrúi af einseyringum. — Stendur ekki þella heima, spurði hann þegar buddan var tæmd. — Guð minn góður, hugsaði ég og byrj- aði að telja. fúlguna. Jú, takk fyrir. lJað stendur heima. — Ég vissi, að það myndi standa heima. sagði liann og smábrosti, eins og liann væri að ögra mér og hælast um yfir sigri sínum. Ég get ekki neitað því að þetta kom við mig. Bíddu hægur, lagsmaður, hugsaði ég og tók skrautkerið ofan úr hillunni. — IJær eru fallegar þessar hérna, sagði hann og átti við gýlltu rendurnar. Ég kímdi í kampinn og fór að ganga frá dýrgripnum. Ég lét kerið ekki í pappa- kassa eins og venja var til, heldur vafði ég bréfi utan um það og krosshnýtti um- búðagarnið. Ég gerði ljóla brellu upp á von og óvon. Ég mun aldrei segja frá, í hverju hún var fólgin, því að ég hef mörgum sinnum nagað mig í liandarbök- in út af þessari ljótu brellu. — Gerið þér svo vel, sagði ég og selli kerið ofan á glerplötuna. — Ég þakka yður hjartanlega fyrir þetla allt saman, sagði hann og rétti mér óhreina höndina. Ég varð hálfhvumsa yf- ir þessu innilega þakklæti. Bað hafði aldr- ei komið fyrir áður, innan um gullið og silfrið, að viðskiptavinimir þökkuðu mér með handabandi. — Sælir, sagði ég kuldalega. Hann tók keriö í íang sér eins og hann væri með ungbarn, og gekk til dyranna. Lítil kona í þykkri loðkápu spurði mig um eitthvað, en ég anzaði henni ekki. Ég horfði hvassbrýnn á eftir Jóni Péturssyni cða Pétri Jónssyni, það stóð heima: um leið og hann tók í hurðarhúninn, raknaði hnúturinn á umbúðagarninu, svo að skrautkerið rann niður á steingólfið og brotnaði. Andlit hans stirnaði upp af skelf- ingu. Ég hef aldrei séð jafn rækilega svip- breytingu á nokkru öðru andlili: hann einblíndi höggdofa á eyðilegginguna, síð- an beygði hann sig niður og kuðlaði bréf- inu utan um hinar gylltu leyfar skraut- kersins. Pelta gerðist allt í skjótri svipan: Jón Pétursson eða Pétur Jónsson reikaði að búðarborðinu og titraði allur frá hvirfli til ilja. — .Ta, nú fór illa, sagði ég og hristi höf- uðið. Fvamh. á bls. 48.

x

Stundin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.