Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 10
8
horfði ekki ólíklega um sarovinnu. Um samninga var
þó ekki að ræða að sinni, því vélgæslumenn voru
dreifðir hér og hvar á sumarvertíðinni.
Þegar þeir komu af síldveiðunum, hófu þeir undir-
búning að félagsstofnun útaf fyrir sig. Þótti ]ieim
uppkast okkar að reglugerð um samvinnu óaðgengi-
legt, eins og það lá fyrir, og af einhverjum ástæðuro,
ég held jafnvel af misskilningi, kom aldrei til samn-
inga um það við stjórn okkar félags. Stofnuðu I>eir
svo félag, er þeir nefndu Vélstjórafélag Reykjavíkur,
settu því lög o. s. frv. Að því loknu hófu þeir um-
leitun um samvinnu við stjórn okkar félags, óskuðu
eftir því að fá aðgang að skrifstofu okkar og aðstoð
skrifstofumannsins í atvinnuleit o. s. frv.
En nú horfði málið vitanlega öðruvísi við fyrir
okkur. Þeir höfðu nú stofnað alveg sjálfstætt félag,
og gátum við því ekki fallist á, að þeir fengju. að-
gang að skrifstofunni til jafns við félagsmenn okkar.
Form. gerði uppkast að samningi milli félaganna með
líku sniði og samninginn við járniðnaðarmenn, og
var það rætt á saroeiginlegum fundi beggja félags-
stjórna. Fanst það nú á, að þeir vélgæslumenn mundu
um sumt hafa misskilið afstöðu okkar, og voru þeir
ekki ófúsir til nánari samvinnu, ef þeir fengju nokkuó
meiri rétt, en stungið var upp á í byrjun. Á næsta
fundj, er málið var rætt, kom fram tillaga frá vara-
form. um það, að bjóða vélgæslumönnunum inngöngu
í félagið með réttindum almenni-a félaga. Eftir all-
miklar uroræður félst stjórnin á að gera tillögu til
aðalfundar um þetta, en til þess þarf lagabreytingu.
Voru fulltrúar vélgæslumanna hlyntir þessari lausn