Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 13
11
ou' sá um flutn. hennar á þinginu. Var aðal breytingin
í því fólgin, að samræma ákvæðin um launagreiðslur
við það, sem áður var búið að samþykkja fyrir há-
seta og kyndara, þ. e. að laun yrðu hér eftir eins og
á strandferðaskipum ríkissjóðs. Náði þessi breyting
samþ. þingsins og varð að lögum. Komu þau til fram-
kvæmda 1. jan, þessa árs. Því miður var um svipað
leyti tekin ákvörðun um að leggja einu varðskipinu
og segja upp flestum skipverjum. Eru líkur til, að það
verði um ófyrirsjáanlegan tíma. Urðu tveir af vél-
stórum þess skips að sætta sig við lakar launuð störf,
en þeir áður höfðu. Lagabreytingin var stór vinn-
ingur fyrir vélstjórana, en því miður eru líkur til,
að þeir búi ekki lengi að hinum bættu kjörum, því
blikur eru á lofti og allra veðra von. Milliþinganefnd
í skattamálum flutti inn á vetrarþingið lagabálk mik-
inn um laun þessara og annarra starfsmanna rík-
isins. Ekki er vitað, hvernig því frumvarpi reiðir
af á næstu þingum, en við góðu er ekki að búast.
Sú breyting var gerð eftir áramótin
Fjármálin. 1933—34, að eldri iðgjaldaeftirstöðv-
ar voru færðar á skuldabréf, og und-
irskrifuðu hinir skuldugu félagsmenn þau, eftir þvi
eem til þeirra náðist á árinu sem leið.
Að þessu var tvennskonar vinningur fyrir skuldu-
nauta. I fyi-sta lagi dreifast greiðslurnar á lengri tima,
þeim til hægðarauka, sem litlu hafa úr að spila, og
í öðru lagi var með þessari ráðstöfun komið í veg
fyrir, að strika þyrfti út úr félaginu samkv. ákvatð-
um hinna nýju laga. 1 ársbyrjun 1934 voru því allir
taldir skuldlausir, að því er iðgjöld snerti.