Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 16
14
an eru reiðubúnir lil þess, að vinna félaginu gagn á
ýmsan hátt, eiga og heimtingu á því, að nokkurii
festu sé beitt í þessum efnum. Eftir nýju lögununr
eru menn aðeins krafðir um félagsgjöld þann tíma,
sem þeir eru í vinnu, og upphæð gjaidsins er alls ekki
fráfælandi, þegar hún er borin saman við það, sem
félagar annarra stétta hér í bænum greiða í sjóði
sína. Má þar til dæmis taka prentara, bakarasveina,
járniðnaðarmenn o. fl.
Skuldjr við sjóðina, er stafa frá ógreiddum iðgjöld-
um, námu um áramótin 13990,35 kr. Árið áður nam
þessi upphæð 12905,25 kr., og er því hér um all-álit-
lega hækkun að ræða; en ef vel væri, ætti þessi liður
alls ekki að sjást á reikningunum.
Ársritið hefir ekki kostað okkur netto nema 300 kr.,
og tel ég, að vel megi viö það una.
Úr styrktarsjóði kom nú fyrst til útborgunar tillag
til félagshaldsins, kr. 2100, cg er það fyrir 2 árin.
Þá hefir útborgun til styrkveitinga orðið'all mikiu
minni, en árið áður, kr. 1781,05 í stað kr. 2469,50.
Eignaaukning st.sj. hefir numið um 7 þús. kr., og er
bókfærð eign hans nú 92844,18 kr;.
Þá hefir Valdimarssjóðurinn aukist um 594,67 kr.,
og eru það vaxtatekjur eingöngu. Bókfærð eign han ;
er nú 16833,37 kr.
Húsbyggingarsjóður hefir aukist um 70,09 kr. og
er nú 1587,85 kr.
Ég vil leyfa mér að minna félagsmenn á það, að
fé þetta hefir safnast í »vitann« á skrifstofunni til
minningar um látna félaga. Er upphæð sú, er safn-
ast á hvert nafn, færð í þar til gerða bók. Þá ligg-