Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Page 20
18
verslunarflotanum og varðskipum ríkisins, og til-
kynna þeim ályktun fundarins. Var þeim síðan sent
eftirfarandi bréf:
Reykjavik, jan. 1935.
Háttvirti féiagi.
þ. 31. des. í. á. var á sameiginlegum fundi félagsstjóm-
arinnar og nefndar undirvélstjóra frá síðasta aðalfundi
tekin til umræðu málaleitun undirvélstjóranna um breytta
vinnutilhögun (þrískipta vöku) á verslunarflotanum og
varðskipum ríkisins.
Fyrst voru lesin upp nokkur bréf frá yfirvélstjórunum
(þeim hafði áður vcrið skrifað uin málið), svo.og nýtt
álitsskjal í málinu frá undirvélstjórunum.
Eftir all itarlegar umræður urðu allir sammála um það,
að eins og tilhögun útvegsins væri nú farið, væri ekkí til-
tækilcgt að fara fram á að fá aukinn mannafla í skipun-
um frá því, sem nú er, þar eð það hefði óhjákvæmilega í
för með sér aukin útgjöld. I.ausn málsins yrði því að
byggjast á innbyrðis samkomulagi. Fluttu nefndarmenn
nú eftirfarandi tillögu:
„Við undirritaðir nefndarmenn gerum það að tillögu
okkar, að félagsstjórnin hlutist til um við yfirvélstjórana
á verslunarskipunum, að upp verði teknar þriskiptar vök-
ur á þeim skipum, sem hafa fjóra vélstjóra. En á þeim
skipum, sem liafa þrjá vélstjóra, sé vökum þannig skipað,
að eigi falli nema 10 stunda starfstími í skaut undirvél-
stjóranna undir venjulegum kringumstæðum, og verði
þetta tekið upp i janúar 1935".
Ferdinand Eyfeld. Ásgeir Árnason. Ágúst Jónsson.
Eftir nokkrar umræður lýsti félagsstjómin yfir þvi, að