Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 21
19
hún gæti eftir atvikum fallist á tillöguna og mundi mæla
með henni við yfirvélstjórana á verslunarflotanum.
Vér gerum ráð fyrir því, að yfirvélstjórarnir hafi þegar
við lestur bi'él's vors frá 3. júlí í. árs gert sér grein fyrir
möguleikunum fyrir þeim breytingum, er till. felur í sér,
og séu málinu yfirleitt svo kunnugir, að þeim komi þessi
ályktun félagsstjómarinnar ekki á óvart. Vér væntum
þess einnig, að þeir sjái sér fært að hliðra svo til, aB
áminst breyting á vinnutímanum komist í framkvæmd.
Vér viljum jafnframt leyfa oss að vekja athygli allra
vélstjóra, sem liér eiga hlut að máli, á því, að þó um-
ræddri vinnuskiptingu verði komið á, í haginn fvrir undir-
vélstjórana, þá treystum vér því, að þeim sé það, eigi siður
en áður, metnaðarmál, að viðgerðir, gæsla öll og umgengni
á skipunum fari vel úr hendi, og að þar verði engin breyt-
ing á til hins lakara. Eftir viðræðum við ýmsa málsmet-
andS menn verslunarflotans getum vér fullyrt, að vél-
stjórar þessara skipa ('ru yfirlcitt í góðu áliti. Framtiðar-
velgengni og hciður stéttarinnar eru undir því komin, að
engin afturför á þvi sviði eigi sér stað.
J>ar sem nú um lausn þessa máls, er vér teljum all
mikilsvert, er naumast að ræða í b i 1 i á annan hátt en
með innbyrðis samkomulagi á milli yfir- og undirvél-
stjóra og nokkurri fórn af hálfu yfirvélstjóranna, verðum
vér að telja, að gagnkvæm tilhliðrun við framkvæmdir
daglcgra starfa sé mjög æskileg til þess, að góður árang-
ur náist. Mcð bestu nýársóskum, Virðingarfylst.
F. h. Vélstjórafélags íslands
Hallgrimur Jónsson.
Ég skal geta þess hér, að ég átti sama daginn sam-
tal við framkvæmdarstjóra Eimskipafélagsins og
spurði, hvort hann hefði nokkoið á móti því, að vinnu-
2