Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Page 22
20
reglum yrði að nokkru breytt við vélarnar í skipun
um; skýrði ég honum um leið frá þessu málefni, sem
vélstjórarnir voru nú að ræða roeð sér.
Lét framkvæmdarstjórinn þá í Ijós við mig ánægju
sína yfir því, hve stöi-f vélstjóranna á skipunum færa
yfirleitt vel úr hendi. Sagðist hann h'ta svo á, að
yfirvélstjórarnir bæru að sínu leyti ábyrgð á öryggi
og gæslu vélarinnar eins og skipstjórinn á öryggi
skipsins. Hefði hann ekkert á móti því, þó þeir breyttu
vinnureglum vélstjóranna innbyrðis að einhvei'ju
leyti. En minkuð afköst mættu ekki eiga sér stað,
á meðan samningar væru óbreyttir.
Mér líkuöu vel undirtektir framkvæmdastjórans,
og lét í ljós þá skoðun, að afköst mundu ekki minka,
þó vinnutíminn styttist nokkuð.
Pað er einmitt þessi skilningur framkvæmdastjór-
ans á vélstjórastarfinu, sem allur fjöldinn þarf að
fá. 1 reyndinni er það löngu oi'ðið þannig, og á auö-
vitað svo að vera, að vélstjórarnir eru krafðir reikn-
ingsskapar á öllu, sem að vélbúnaðinum lýtur. Eiga
þeir vitanlega að vanda svo störf sín, að þeir sén
jafnan við þeim reikningsskilum búnir.
En starf vélstjóranna liggur að svo litlu leyti fyrir
almenningssjónum, og hafa því alt of fáir fullan skiln-
ing á því, hve hagnýtt það er.
Undanfarið hafa félagsstjórninni bor-
Samningsum- ist kvartanir eigi all-fáar um það,
leitanir við að kaupgreiðslur á fiskiflotanum væri
F. í. B. í sumum atriðum nokkuð mismun-
andi, þó allir væri skráðir upp: á
sama samn., þ. e. frá 1929.