Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 23
21
Þá hefir og- oft verið á dagskrá hin erfiða afstaða,
er togaravélstjórar hafa yfirleitt, er þeir koma hér
að landi. Hefir það leitt til þess, að eftirlitið í sum-
um skipunum virðist nú ekki eins gott og æskileg't
væri. Og það sem lakara er: Það er ekki ólíklegt, að
stéttin bíði tjón við það á ýmsan hátt.
Um þetta var rætt mikið í fyrrasumar milli fél-
agsstjórnarinnar og margra þeirra, sem hlut áttu að
máli Átti óhappið, sem kom fyrir í fyrra, mikinn
þátt í því. Það var eins og menn fengju þá augastað
á því, að alt væri ekki eins og æskilegt væri.
Samtök urðu nokkur meðal togaravélstjóra um að
vekja athygli útgerðarmanna á þessu, og' sendu þeir
félagsstj. eftirfarandi bréf, sem var undirskrifað af
um 30 togaravélstjórum.
Reykjavík, 28. júní 1934.
Til stjórnar Vélstjórafélags íslands.
Ut af hinu leiðinlega atviki, er viidi til á einum togar-
anna liér á vertiðinni í vetur, og því mikla umtali, sem
orðið tiefir út af því um togaravélstjóra yfirleitt, er auð-
sætt, að við svo búið má ekki lengur sitja.
Hin erfiða aðstaða togaravélstjóranna hin siðari árin
hefir leitt til þess, að allmargir af þeim hafa tekið það
ráð, að leggja störfin við gæslu skipanna í höfninni í
héndur mönnum, réttindalausum, og sumum hverjum
mjög fákunnandi, er skipaeigendur hafa útvegað i þeim
titgangi.
petta er vitanlega óheimilt samkvæmt landslögum, og
að líkindum kemur þetta einnig í bága við kröfur vá-
tryggirigarfélaganna, nema sérstaklega sé um það samið.
1 Hinsvegar lítum við undirritaðir svo á, að það sé full-