Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 25
23
gœslu, vélanna, sem nú er viðhaft á togurunum hér í höfn-
iimi á milli veiðiferða. peii' liafa og tjáð oss, að margir
þeirra manna, sem nú eru ráðnir til þess að gæta vélanna
hér á höfninni, séu alls ekki þeim vanda vaxnir, og gef-
ur. óhappið, sem varð á ,,Belgaum“ í vetur, sem leið, bend-
ingu um, að svo sé. Oss er það hinsvegar löngu ljóst, að
los það, sem orðið hefir á gæslu vélanna i togurunum hér
á höfninni hin síðari árin, er í fylsta máta varhugavert
fyrir alla hlutaðeigendur, og brýn nauðsyn, að á því verði
bót ráðin sem allra fyrst.
það mun naumast vafamál, að orsök þessa er fyrst og
fremst að finna í hinum sívaxandi vinnuhraða. pað er al-
kunnugt, að æfing og aukin nýtísku tæki á skipunum
hafa aukið afköst þeirra stórkostlega, en störf vélstjór-
anna hafa aukist að sama skapi. pó undantekningar
rnegi, ef til vill, finna, þá hefir þessa alls ekki verið nægi-
lega gætt af skipaeigendum, að því er snertir aðbúnað
vélstjóranna, nema síður væri. Mætti nefna mörg dæmi
þessu til sönnunar, þó það sé ekki gert hér.
í>á hefir hið samningsbundna landgöriguleyfi kyndar-
annna að mestu svipt vélstjórana þeirri aðstoð við vinnu
hér á höfninni, sem þeir áður höfðu, og er þeim að því
mikill bagi. Að því er aðbúð þeirra snertir, þá hafa margir
þeirrai tjáð oss, að það væri nær því óhugsandi, að þeir
fengju svo mikið sem kaffi til hressingar, eftir að skipin
koma hér að landi, þó þeir þyrftu að vinna við eftirlit með
vélunum, en það er vitanlega oft óhjákvæmilegt, t. d. við
ketilhreinsun.
Að öllu þessu athuguðu, getum vér ekki betur séð, enað
óánægja togaravélstjóranna, sem kemur fram í áminstu
bréfi, svo og kvartanir þeirra yfir ýmsum agnúum á sam-
vinnu þeirra við suma skipaeigendur, sem þeir hafa látið
í ljós við oss, séu á fullum rökum reistar, og viljum vér