Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Blaðsíða 26
54
þvi fastlcga mælast til þess, að fá að ræða þetta málefni
við kjörna fulltrúa frá háttvirtu félagi yðar, til þess, ef
verða mætti, að íiima þossu méleíni traustari grundvöll en
verið hefir.
Vér erum nú sem fyr þeirrar skoðunar, að góð sam-
vinna sé æskileg og reyndar nauðsynleg milli allra aðilja,
sem hér eiga lilut að máli, og munum vér gera það, sem
i voru vaidi stendur, til þess, að svo megi 'verða fram-
vegis. Virðingarfylst.
F. h. Vélstjóraielags íslands
Hallgrtmur Jónsson.
Til Félags islenskra botnvörpuskipaeigenda, Reykjavík.
Var það ætlun félagsstjórnarinnar, að reyna að
fá samn. frá 1929 endurnýjaðan og um leið slípaða
af þá agnúa, er einkum hafa valdið misskilningi um
kaupgreiðslurnar, og- einnig að reyna að fá samn-
ingsbundin einhver betri varðhiild á skipunum hér
í höfninni til þæginda fyrir vélstjórana og frekara
öryggis.
Okkur var fyrirfram ljóst, að um eiginlegar kjara-
bætur gat naumast verið að ræða, svo höllum fæti
sem útvegurinn nú stendur, enda kom það í ljós síðar.
Svar fengum við ekki skriflegt við þessu bréfi, en
í símtali kvaðst form. F. 1. B. ekki ófús að ræða við
okkur um þetta mál, og þá einkum um varðhöldin
á skipunum; taldi hann sig hlyntan einhverri breyt-
ingu á þeim.
. Viftr nú samið uppkast að nýjum samningi við
F. 1. B. og þar feld inn atriði, sem ættu að koma í
yeg fyrir þá agnúa, sem á samvinnunni hafa veriö,
og auk þess nokkur smá-atriði, sem skipta máli fyrir