Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 27
25
okkar félag og félag'smenn, en hafa ekki verulegan
kostnað í för með sér fyrir útgeröina. Áttu félags-
menn kost á að sjá uppkastið á skrifstofunni. Næ ta
skrefið í þessu máli var það, að form. F. T. B. kom
á skrifstofu okkar til viðtals. Afhentum við honum
þá samningsuppkastið, gerðum grein fyrir helstu
breýtingunum, sem í því voru frá fyrri samn., og ósk-
uðurn þess, að samn. gætu tekist sem fyrst. Ekki
fengum við neitt vilvrði um það, en form. óskaði
þess, að við skrifuðum sér nánar um það fyrirkomu-
lag, sem* við hefðum hugsað okkur á varðhöldum í
skipunum hér í höfninni
Vegna þessa skrifuðúm við nokkru seinna eftir-
farandi bréf:
Reykjavík, 1934.
Með bréfi, dags. 7. ágúst þ. á. vöktum vér athygli á þvi,
að nauðsyn væri á nýju fyrirkomulagi á gæslu vélanna í
togurunum hér í höfninni á milli veiðiferða, er gæfi betra
öryggi, en nú virðist vera um að ræða, og að vélstjórarnir
þyrftu að 'hafa lítils háttar landgönguleyfi.
Með þeim mannafla, sem nú er á veiðiskipunum, verður
iþessu þó ekki við komið að voru áliti, nema fenginn sé
æfður maður (vélstjóri) frá landi til gæslunnar. Remur
þá til álita, á livcrn hátt sé hægt að koma þessu fyrir sem
haganlegast og með sem minstum kostnaði. Með skírskot-
un til samtals, er vér áttum nýlega við útgerðarstjóm
Kjartan Thors um þetta og önnur atriði viðvikjandi starfi
vélstjóra á veiðiskipunum yfirléitt, leyfum vér oss að taka
frnm eftirfarandi atriði:
pað er vitanlegt, að þetta verður best framkvæmt og
um leið ódýrast með því, að togaraútgerðarmenn hafi