Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 28
26
samtök um það, og kemur þá kostnaðurinn léttara niður
á hvern einstakan útgerðarmann. -
Ennfremur er tvímælalaust sjálfsagt, að sú regla, sem
upp verður tekin um gæsluna, sé viðurkend af vátryggj-
endum; er það best fyrir alla hlutaðeigendur.
Aðaltillaga voru i þessu máli er þvi sú, að ráðnir verði
tveir menn (vélstjórar) til þess að hafa aðalgæsluna á
hendi á öllum togurum hér á höfninni, og skipti þeir
með sér verkum þannig, að ávalt sé annar á verði; verð-
ur það svo að v.era vegna þess, að skipin koma inn á öll-
um tímum sólarhringsins. Vitanlega verða þeir að taka
menn sér til aðstoðar, ef mörg skip eru inni samtímis, og
ættu gæslumenn að sjá um greiðslu til þeirra; og er þá
trygt, að þeir verða elcki teknir, nema þegar þörf er á.
Nú verður á það að lita, að það fyrirkomulag, sem upp
verður tekið í þessum efnum, mun naumast veita gæslu-
mönnum svo stöðuga atvinnu, að þeir geti bundið sig við
hana eingöngu. Verður því að reyna að sameina þetta
öðrum störfum, t. d. vélgæslu á landi, umsjón með vinnu
eða því um líku, á þeim tímum, sem minst er af skipum
að líta eftir. Eins og mönnum er kunnugt, þá er það um
vetrarmánuðina, sem mest verður að gera við þetta starf,
og mun þá undir flestum kringumstæðum nægilegt að
hafa tvo menn fyrir aðalgæslumenn; en um sumarmán-
uðina álítum vér, að nægilegt sé, að annar þessara manna
væri hér á staðnum. Eftir því sem vitað er, þá hefir h.f.
Kveldúlfur fullkomið starf fyrir annan þessara manna að
sumrinu til, og er þá ekki annað • eftir en að finna hlið-
stætt starf fyrir hinn manninn, og teljum vér mjög líklegt,
að það mætti takast. Ætti þá hinn raunverulegi kostnaður
við gæsluna ekki að verða meiri, en sem svaraði launum
annars mannsins, og ekki öllum togaraeigendum til sam-
ans ofvaxinn.