Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 30
því ný lokið í í'ebr., þegar við óskuðum samtals við
útgerðarmenn aí'tur.
Geta má þess í sambandi við verkfallið, að öllum
vélstjórunum var haldið við skipin, og munu þeir
yfirleitt hafa fengið fult kaup þann tíma, þ, e. 500
og 450 kr., enda töldu útgerðarmenn. sér það til máls-
bóta, er á samningsfundinn kom.
Ekki hafði neinn undirbúningur farið fram af
hálfu útgerðarmanna, eins og ráð var þó fyrir gert,
og vorum við því jafn nær í þeim efnum. Töldu nú
sumir fulltrúar þeirra öll vandkvæði á því, að semja,
sökum hins vonda útlits. Aðrir voru mjög á móti
nokkurri breytingu á varðhöldum í höfninni. Benti
ýmislegt, er fram kom, á það, að eining væri ekki
fengin um ákveðna andstöðu gagnvart málaleitun okk-
ar, Hugmyndinni um hinn áminnsta nýja samn-
ingsgrundvöll héldu þeir þó fram og töldu, a.ð fram-
tíðarlausn málsins yrði að byggjast á honum.
1 Endaði samningsfundur þessi með því, að ])eir
sögðust mundu koma með nýtt uppkast að samningi
á hæsta fund.
Eins og síðasti aðalfundur tók ákvörð-
Skrifstofu- un um, fór fram kosning á skrifstofu-
maðurinn. manni fyrir félagið á síðastliðnu
hausti. Umsækjendur um starfiðvoru
7, þeir Sigurjón Kristjánsson, G. J, Fossberg, Guðjón
Bfenediktsson, Ferdinand Eyfelds, Þorsteinn Árnason,
Friðjón Guðbjörnsson og Valdimar Egilsson. Einn
timsækjandinn, Sigurjón Kristjánsson, tók þó umsókn
sína aftur, áður en til kosningar kom.
Kosningin fór þannig, að greitt var 91 atkvæði.