Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Blaðsíða 58
56
reglulegrar sérmentunar í vélfræði hér á iandi. Að
tilhlutun félag-sins var vélfraíðikenslan aukin haust-
ið 1915, og |)á stofnaður Vélstjóraskólinn. Hafa nú
verið útskrifuð af honum um 200 vélstjóraefni.
Hin síðari árin hefir félagið unnið að því, að stofn-
aður verði hér skóli í rafmagnsfræði, sem tendgur
verði við Vélstjóraskólann. Er því máli svo langt
komið, að heimildarlög eru þegar samin um stofnun
þessa skóla, en fé hefir enn ekki fengist til starf-
rækslunnar. Höfum við þó góða von um, að ekki líði
á löngu, þar til skóli þessi tekur til starfa.
Eigi má j)ó skilja orð mín svo, að Vélstjórafélag-
ið hafi verið hér eitt að verki. Að þessum málum
hafa einnig margir mætir menn unnið utan félags-
ins, svo sem forstöðumaður Vélstjóraskólans o. fl.
Kunnum við þeim beztu þökk fyrir.
Vélstjórafélagið hefir lagt einna mesta áherslu á
þetta mál allra þeirra málefna, sem það hefir haft
með höndum, því það lítur svo á, að það sé hin mesta
nauðsyn, að hver einstaklingur stéttarinnar fái sem
bestan undirbúning undir lífsstarf sitt, bæði í bók-
legum fræðum og verklegri tækni. Af þessari skoð-
un okkar hefir það leitt, að við höfum unnið að því,
að útiloka frá vélgæslustörfum alla þá, sem ekki
höfðu ley,st af hendi nokkra prófraun á því sviði.
Ýmsum kann að þykja Vélstjórafélagið hafa. verið
nokkuð harðhent í því efni. En reynslan hefir hvað
eftir annað sannfært okkur um það, að málafærsla
okkar væri hér hin rétta, og engin önnur. Fyrir því
mun verða unnið að þessu máli með engu minni
festu hér eftir en hingað til.