Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 60
leyfa mér að skora á þær að leggja enn aukna á-
herslu á samtökin og setja sér það mark, að fá all-
ar vélstjórakonur í félag sitt.
Ég gat þess áðan, að eitt af aðalmálum vélstjóra-
félagsins hefði verið að tryggja vélstjóraefnum að-
gang að sérmenntun, og enn fremur að tryggja þeim
starf að náminu loknu. Þetta leggur að margra áliti
félaginu skyld r á herða.r gagnvart öðrum stéttum
þjóðfélagsins og útheimtir samstarf einnig í fjár-
hagsle^um efnum. Þeir félagsmenn, sem lengst hafa
hugsað og best, að mínu áliti, lögðu drög til þess,
að safnað yrði nokkru fé, er verja mætti síðar til
stýrktar bágstöddum félagsmönnum og skylduliði
þeirra, og að félagið legði þar með sérstakan skerf
til almenningsheilla. Er starfsemi þessi aðsins byrj-
uð og einungis vísir til þess, sem verða má og' verða
þarf. Og vissulega er þetta gott málefni. öryggi-leys-
ið í fjárhagslegum efnum er ennþá eitthvert mesta
bölið í þjéðfélögunum, og á meðan ekki er fundið
við því allsher.jar ráð, sem gagnar öllum stéttum,
verða stéttafélögin sjálf, hvert fyrir sig, að rísa gegn
bölinu og beita kröftum sínum eftir mætti í þeim
efnum. Þetta vill Vélstjórafélagið gera, enda. vand-
fundið gagnlegra og göfugra verkefni. Og ég get
ekki óskað félaginu annars betra, en að sem bestur
samhugur megi ríkja milli félagsmanna í þeim efn-
um framvegis.
Kæru félagar! Oftlega hefir það verið brýnt fyr-
ir ykkur, bæði í ræðu og riti, að standa þétt vörð
um félagið og heiður þess, Hefir ýmislegt, er félag-
ið hefir smám saman komið í verk, verið tekið til