Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 62
60
ÉR' get þói ekki minst svo á framtíð þessa félags-
skapar, að ég kenni ekki nokkurs uggs um það,
hvernig skipast muni. Mér verður oft á að litast um
eftir nýjum foringjaefnum meðal hinna ungu manna.
Um tu^tugu ára þátttaka í störfum félagsskaparins
hefir sannfært mig um það, að það verður litlu um
þokað til hagsbóta stéttinni, nema nreð samhug cg
fórnarvilja. Því miður virðist mér svo, ■ sem hinir
yngri menn geri sér ekki grein fyrir þessu. f>að er
ágætt og góðra gjalda vert, að koma með og flytja
nýjar skoðanir, og vitanlega nauðsynlegt, ef starf-
semin á ekki að tréna, en nýjar skoðanir verða því
aðeins að virkileika, að þeim sé framfylgt með áhuga
og hyggindum, og að höfundar þeirra vilji eitthvað
á sig leggja þeim til framd,ráttar. En mér finst all-
mikið á skorta í þessu efni. Eg skal fúslega játa,
að skoðanir og stefnur okkar, sem gengið höfum í
fararbroddi Vélstjórafélagsins um stund, séu orðnar
nokkuð gamaldags. Við sjálfir teljum þær vitanlega
gamlar og góðar og viljum ógjarnan frá þeim víkja,
nema okkur sé sýnt eða sannað annað betra. En
margar nýjar skoðanir eru líka góðar, og eiga fuilan
rétt á sér. En það er óhjákvæmilegt, að með nýjum
siðum komi nýir herrar, til þess að framfylgja þeim
og sjá þeim borg'ið. 1 einlægni sagt, þá finst mér
alt of lítið á þeim ungu foringjaefnum bera. Áð vel
athuguðu máli lít ég ekki á það sem traustsyfirlýs-
ingu, að okkur eldri félögum er haldið í stjóim og
áframhaldandi við störfin; mér er miklu nær að skoða
það einskonar veikindamerki á stéttinni. Svo að vel
sé, þurfa árlega að koma fram ungir menn, er ganga